Innlent

Retro Stefson gefur ríkisstjórninni puttann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hljómsveitameðlimir Retro Stefson greinilega ekki sáttir með ríkisstjórnina.
Hljómsveitameðlimir Retro Stefson greinilega ekki sáttir með ríkisstjórnina.
Retro Stefson gefur ríkisstjórninni puttann á táknrænan hátt en hljómsveitin birtir í dag mynd á fésbókarsíðu sinni sem ber þess merki að hún sé ekki ýkja sátt með niðurskurðinn á RÚV.

Ríkisútvarpið þurfti að skera niður um fimmhundruð milljónir króna og fækka starfsmönnum um sextíu í lok nóvember. Þrjátíu og níu uppsagnir tóku strax gildi.

Á myndinni er skrifað; Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna.  Okkar útvarp. Retro Stefson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×