Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 14. apríl 2011 16:02 MYND/Anton Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.Samfélagsverðlaunin Að þessu sinni hlýtur Reykjadalur í Mosfellsdal Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Í Reykjadal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld.Þær eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í Reykjadal dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum Reykjadals verðlaunin. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti þeim síðan verðlaunafé að upphæð ein milljón króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna: Samtök kvenna af erlendum uppruna Góði hirðirinnHvunndagshetja Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki: Júlíana Signý Gunnarsdóttir Stefán Helgi StefánssonFrá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Möguleikhúsið SkólahreystiTil atlögu gegn fordómum Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: Íþróttafélagið Styrmir PollapönkHeiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barnabókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson.Um verðlaunin Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu Nokia C5-03 farsíma frá Hátæknií verðlaun auk verðlaunagripa sem eru hannaðir og smíðaðir af Ásgarði, Mosfellsbæ.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira