Innlent

Reykjavíkurborg ætlar að kaupa 120 nýjar bifreiðar á næstunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg vill að nýju bílarnir verði metanbílar. Mynd/ Pjetur.
Reykjavíkurborg vill að nýju bílarnir verði metanbílar. Mynd/ Pjetur.
Reykjavíkurborg áformar að kaupa 100 nýjar bifreiðir á næsta ári þar sem samningar um leigu/rekstrarleigu renna þá út. Á fundi borgarráðs í gær var lögð fram tillaga um að framkvæmda- og eignasviði verði falið í nánu samráði við innkaupaskrifstofu og umhverfis- og samgöngusvið að gera tillögu um að keyptir verði vistvænar bifreiðar.

Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð í gær var jafnframt gert ráð fyrir að heimiluð yrðu kaup á 20 bifreiðum fyrir áramót þar sem samningar um rekstrarleigu eru runnir út. Áætlað er að kaupverðið verði tæpar 32 milljónir króna. Að minnsta kosti 12 af þessum bifreiðum verði breytt strax þannig að þeir noti metan sem eldsneyti. Kostnaður við breytingar er áætlaður 4,8 mlljónir króna.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að eiga og reka þær bifreiðar sem fagsviðin þurfa vegna starfsemi sinnar í stað þess að taka bifreiðar á rekstrarleigu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×