Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg semur við Skýrr

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.
Reykjavíkurborg hefur undirritað samstarfssamning við Skýrr ehf. um innleiðingu á skeytamiðlun fyrir rafræna reikninga.

Skeytamiðlun Skýrr er miðlæg þjónusta, sem gerir mögulega rafræna og örugga dreifingu pantana og reikninga milli aðila í atvinnulífinu sem tengjast miðluninni.

„Reykjavíkurborg tekur árlega á móti um það bil 200 þúsund reikningum frá rúmlega 5.000 birgjum. Markmið okkar er að Skeytamiðlun Skýrr og áframhaldandi innleiðing rafrænna reikninga hjá borginni flýti fyrir skráningu gagna, fækki skráningarvillum og hraði afgreiðslu reikninga," segir Hjörtur Grétarsson, upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar, í tilkynningu sem var send vegna samningsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×