Innlent

Reyndi að komast hjá handtöku með því að fela sig í runna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ökumaður var handtekinn við Skeifuna í Reykjavík um klukkan fjögur í dag, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er líklegt að sá grunur lögreglunnar hafi reynst réttur. Til að komast hjá handtöku greip maðurinn á það ráð að fela sig í stórum runna.

Tveimur lögregluþjónum reyndist ómögulegt að ná manninum úr runnanum og því þurfti að kalla til aðstoð og á vettvang mættu bæði óbreyttir lögregluþjónar og sérsveitin. Á endanum tókst að handsama manninn og var hann færður í fangaklefa.

Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn var ekki með ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×