Richards vill fara frá City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 10:15 Micah Richards, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images Micah Richards er orðinn leiður á því að fá að spila lítið hjá Manchester City og vill fara frá félaginu. Richards er 22 ára gamall varnarmaður sem sló í gegn sem táningur. Hann komst meira að segja í enska landsliðið. Hins vegar hefur honum ekki gengið mjög vel undanfarin ár og hefur misst sæti sitt bæði í byrjunarliði City og landsliðinu. Það hefur ekki breyst á núverandi tímabili og hefur Richards ekki verið fastamaður í liðinu síðan í upphafi tímabilsins en þá hélt hann sæti sínu í byrjunarliðinu í fyrstu fimm umferðunum. „Ég veit að fólk á eftir að lesa þetta og velta fyrir sér hvers vegan í ósköpunum ég steinhaldi ekki bara kjafti," sagði Richards í samtali við enska fjölmiðla. „City er í öðru sæti og því hlýtur stjórinn að hafa rétt fyrir sér. Það sem hann hefur verið að gera er að virka. En ég veit hvað ég get og ég vil fá tækifæri til að sýna það." „Ég er ekki sú tegund af leikmanni sem sættir sig við það að sitja bara á bekknum og þiggja laun fyrir það. Mér líkar alls ekki illa við Roberto Mancini eða félagið sjálft. Stjórinn veit alveg hvernig mér líður." „Hann sagði mér að ég væri enn í hans framtíðaráætlunum en þá komu þrír leikir í röð þar sem ég kom ekkert við sögu." „Stundum er ég í liðinu en svo kemur Jerome Boateng inn í minn stað. Eða Pablo Zabaleta. Eða þá að við tveir spilum saman. Þetta er allt í þessum dúr og sífellt verið að breyta til." „Ég skildi það vel þegar ég komst ekki í liðið þegar að Mark Hughes var að stýra því. Þá var ég ekki að spila vel. En ég lagði mikið á mig í sumar og finnst að ég hafi verið að spila vel í haust. Ég hef trú á sjálfum mér og veit hvenær ég er í góðu formi - sem er einmitt núna." „Við erum með fáránlega marga leikmenn og það eru margir ótrúlega góðir sem komast ekki einu sinni að. Það er 21 leikmaður sem fer í hvern einasta leik og þrír þeirra komast ekki á bekkinn. Ég vona að félagið skilji að þeir verði að leyfa sumum leikmönnum að fara. Annars munu þeir einfaldlega rotna." Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Micah Richards er orðinn leiður á því að fá að spila lítið hjá Manchester City og vill fara frá félaginu. Richards er 22 ára gamall varnarmaður sem sló í gegn sem táningur. Hann komst meira að segja í enska landsliðið. Hins vegar hefur honum ekki gengið mjög vel undanfarin ár og hefur misst sæti sitt bæði í byrjunarliði City og landsliðinu. Það hefur ekki breyst á núverandi tímabili og hefur Richards ekki verið fastamaður í liðinu síðan í upphafi tímabilsins en þá hélt hann sæti sínu í byrjunarliðinu í fyrstu fimm umferðunum. „Ég veit að fólk á eftir að lesa þetta og velta fyrir sér hvers vegan í ósköpunum ég steinhaldi ekki bara kjafti," sagði Richards í samtali við enska fjölmiðla. „City er í öðru sæti og því hlýtur stjórinn að hafa rétt fyrir sér. Það sem hann hefur verið að gera er að virka. En ég veit hvað ég get og ég vil fá tækifæri til að sýna það." „Ég er ekki sú tegund af leikmanni sem sættir sig við það að sitja bara á bekknum og þiggja laun fyrir það. Mér líkar alls ekki illa við Roberto Mancini eða félagið sjálft. Stjórinn veit alveg hvernig mér líður." „Hann sagði mér að ég væri enn í hans framtíðaráætlunum en þá komu þrír leikir í röð þar sem ég kom ekkert við sögu." „Stundum er ég í liðinu en svo kemur Jerome Boateng inn í minn stað. Eða Pablo Zabaleta. Eða þá að við tveir spilum saman. Þetta er allt í þessum dúr og sífellt verið að breyta til." „Ég skildi það vel þegar ég komst ekki í liðið þegar að Mark Hughes var að stýra því. Þá var ég ekki að spila vel. En ég lagði mikið á mig í sumar og finnst að ég hafi verið að spila vel í haust. Ég hef trú á sjálfum mér og veit hvenær ég er í góðu formi - sem er einmitt núna." „Við erum með fáránlega marga leikmenn og það eru margir ótrúlega góðir sem komast ekki einu sinni að. Það er 21 leikmaður sem fer í hvern einasta leik og þrír þeirra komast ekki á bekkinn. Ég vona að félagið skilji að þeir verði að leyfa sumum leikmönnum að fara. Annars munu þeir einfaldlega rotna."
Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira