Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, er hættur hjá tyrkneska liðinu Galatasaray. Innan við ár er síðan hann tók við starfinu.
Rikjaard náði aðeins að stýra liðinu til bronsverðlauna í tyrknesku deildinni í fyrra. Liðinu hefur svo gengið illa í vetur, er í níunda sæti og átta stigum á eftir toppliði Bursaspor.
Þegar er byrjað að orða Rijkaard við Liverpool en það er ekki í fyrsta skipti sem hann er orðaður við félagið.
Hann hefur einnig verið orðaður við Ajax.