Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld Einar Karl Friðriksson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun