Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir 11. september 2012 09:18 Fjölskyldan á góðri stundu. Mynd af facebook-síðu hjónanna Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu að sækja tvær litlar stelpur sem þau hugðust ættleiða frá Kólumbíu. Eldri dóttirin er tæplega fimm ára en sú yngri tæplega þriggja ára. Þau fengu dæturnar í hendurnar þann 20. desember, en þau höfðu beðið í um árabil eftir þeirri stund. Eftir að hjónin taka við börnunum sínum í Kólumbíu fer ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar í landi og þurfa börnin að fá útgefin vegabréf og loks vegabréfsáritun til þess að komast heim til Íslands. Útgefið er að ferlið í landinu tekur 4 - 6 vikur, en hjónin hafa nú beðið í níu mánuði eftir því að fá dæturnar heim á meðan málið velkist um í dómskerfinu. Mál þessarar fjölskyldu er einstakt að því er segir í tilkynningu frá formanni íslenskrar ættleiðingar, og á sér ekki hliðstæðu í Kólumbíu eða í reynslubanka Íslenskrar ættleiðingar. Augljóst er að óvænt níu mánaða dvöl í öðru landi hefur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölskylduna og þá ekki síst á fjárhag hennar. En samkvæmt fréttum stendur kostnaður þeirra nú í um 12 milljónum króna vegna þessarar útiveru. Á föstudagskvöld bárust Íslenskri ættleiðingu þær fréttir að ríkisstjórn Íslands hafi tekið þá ákvörðun að verja af ráðstöfunarfé sínu þremur milljónum til að styrkja fjölskylduna í sínum þröngu aðstæðum. Það mun hafa verið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem, eftir ábendingu frá skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, beitti sér fyrir því utan og innan ríkisstjórnar að fjölskyldunni yrði lagt lið með þessum hætti. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu að sækja tvær litlar stelpur sem þau hugðust ættleiða frá Kólumbíu. Eldri dóttirin er tæplega fimm ára en sú yngri tæplega þriggja ára. Þau fengu dæturnar í hendurnar þann 20. desember, en þau höfðu beðið í um árabil eftir þeirri stund. Eftir að hjónin taka við börnunum sínum í Kólumbíu fer ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar í landi og þurfa börnin að fá útgefin vegabréf og loks vegabréfsáritun til þess að komast heim til Íslands. Útgefið er að ferlið í landinu tekur 4 - 6 vikur, en hjónin hafa nú beðið í níu mánuði eftir því að fá dæturnar heim á meðan málið velkist um í dómskerfinu. Mál þessarar fjölskyldu er einstakt að því er segir í tilkynningu frá formanni íslenskrar ættleiðingar, og á sér ekki hliðstæðu í Kólumbíu eða í reynslubanka Íslenskrar ættleiðingar. Augljóst er að óvænt níu mánaða dvöl í öðru landi hefur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fjölskylduna og þá ekki síst á fjárhag hennar. En samkvæmt fréttum stendur kostnaður þeirra nú í um 12 milljónum króna vegna þessarar útiveru. Á föstudagskvöld bárust Íslenskri ættleiðingu þær fréttir að ríkisstjórn Íslands hafi tekið þá ákvörðun að verja af ráðstöfunarfé sínu þremur milljónum til að styrkja fjölskylduna í sínum þröngu aðstæðum. Það mun hafa verið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem, eftir ábendingu frá skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, beitti sér fyrir því utan og innan ríkisstjórnar að fjölskyldunni yrði lagt lið með þessum hætti.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira