Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar 9. febrúar 2012 08:30 Shiraz-vínið þykir í raun lítið annað en auglýsing fyrir ólifnað Lemmy og félaga í Motörhead. Það vill ÁTVR ekki sjá. nordicphotos/afp ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira