Ríkið þarf að efla skuldabréfamarkað Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 2. mars 2011 19:00 Páll Harðarson Öflugri viðskiptavakt með ríkisskuldabréf gæti stutt við afnám gjaldeyrishafta, að mati forstjóra Kauphallarinnar. Fréttablaðið/GVA fjármálaráðuneytið hefur lokaorðið Fjármálaráðuneytið dró úr viðskiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust. Á sama tíma var útgáfan aukin. Ríkið gæti þvert á móti haft hag af því að auka vaktina á ný.Fréttablaðið/Vilhelm Fjármálaráðuneytið hefði hag af því að efla viðskiptavakt með ríkisskuldabréf í samræmi við aukna útgáfu þeirra. Aukinn seljanleiki bréfanna á markaði gæti sömuleiðis verið liður í afnámi gjaldeyrishafta. Þetta er mat Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Ráðuneytið dró úr viðskiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust. „Það var að mínu viti misráðið að draga úr gæðum viðskiptavaktar þegar ríkið horfði fram á mikla útgáfu ríkisbréfa. Ég tel allar líkur á að það fái kostnaðinn af öflugri viðskiptavakt margfalt til baka í formi lægri fjármögnunarkostnaðar. Fjárfestar eru einfaldlega viljugri að kaupa bréf ef seljanleiki þeirra er mikill. Með þessu gæti ríkið náð fram umtalsverðum sparnaði. Öflugri vakt styður einnig við afnám gjaldeyrishafta enda bréfin mun eigulegri fyrir vikið," segir Páll. Ríkið greiðir nú um 110 milljónir króna á ári til fárra en stórra viðskiptavaka sem leggja fram kaup- og sölutilboð í ríkisskuldabréf upp á sex hundruð milljónir króna á degi hverjum. Verði upphæðin tvöfölduð og vaktin efld má gera ráð fyrir að það geti skilað ríkinu verulegum ábata. Miðað við 120 milljarða fjármögnun á fimm ára kúlubréfi sem greiðist upp á eindaga þarf krafa bréfanna að lækka um tvo punkta, 0,02 prósent, til að skila milljónunum 110 til baka. Lækki krafan meira er ágóðinn eftir því meiri, jafnvel margfeldi af útlögðum kostnaði auk smitáhrifa út á markaðinn. Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins GAMMA, tekur undir hugmynd Páls: „Það er gífurlega mikilvægt að auka veltu og bæta verðmyndun með ríkisskuldabréf. Það er betra fyrir fjárfesta þegar viðskiptavökum fjölgar og vaktir stækka. Fjárfestar verða að hafa trú á því að það sé seljanleiki á markaðnum svo menn læsist ekki inni þrátt fyrir óvænt tíðindi," segir hann. Gísli bætir við að kostnaðurinn af efldri viðskiptavakt sé lítill í samanburði við ábatann sem geti orðið. „Eftir því sem verðmyndun verðurvirkari koma fleiri fjárfestar inn á markaðinn. Þeim mun auðveldara verður fyrir þá að hreyfa sig á þessum markaði. Þá munu menn þora að taka þátt í nýjum útboðum. Ég held að hundrað milljónir króna sé mjög lágur herkostnaður miðað við hagræðið fyrir skattgreiðendur," segir hann og útilokar ekki að ástæðan fyrir því að ekki sé gripið til þessa ráðs sé sú að kostnaðurinn sé sýnilegri á móti óáþreifanlegum langtímaábata. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru óáþreifanleg. En ég tel yfirgnæfandi líkur á að ríkið fái fjármunina til baka, jafnvel nokkrum sinnum," segir hann. Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, segir skuldabréfamarkaðinn hafa sjaldan verið jafn líflegan og nú um stundir. „Seljanleiki er eitt en breidd í fjárfestahópnum er annað. Við búum í litlu landi og fjárfestahópurinn einsleitur. Það er erfitt að auka dýptina á markaðnum án þess að stækka hann út fyrir landsteina. Það gæti hugsanlega bætt seljanleikann ef við fengjum erlenda aðalmiðlara sem gætu stækkað fjárfestahópinn út fyrir landsteinana. En það er ekki líklegt fyrr en eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt. Þau eru ákveðin hindrun á að menn vilji fjárfesta hér," segir hann og bætir við að samningar við aðalmiðlara séu endurskoðaðir á hverju vori. Þar á meðal verði tekið til skoðunar hvort viðskiptavakt með ríkisskuldabréf verði efld. „En svo verða menn að hugsa þetta mjög vel. Því það er spurning hvort menn vilja hafa risastórar krónustöður í höndum útlendinga eins og fyrir hrun. Það er einmitt það sem við erum að vinda ofan af í gegnum áætlun um afnám gjaldeyrishafta," segir Sturla.Gísli Hauksson Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
fjármálaráðuneytið hefur lokaorðið Fjármálaráðuneytið dró úr viðskiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust. Á sama tíma var útgáfan aukin. Ríkið gæti þvert á móti haft hag af því að auka vaktina á ný.Fréttablaðið/Vilhelm Fjármálaráðuneytið hefði hag af því að efla viðskiptavakt með ríkisskuldabréf í samræmi við aukna útgáfu þeirra. Aukinn seljanleiki bréfanna á markaði gæti sömuleiðis verið liður í afnámi gjaldeyrishafta. Þetta er mat Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Ráðuneytið dró úr viðskiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust. „Það var að mínu viti misráðið að draga úr gæðum viðskiptavaktar þegar ríkið horfði fram á mikla útgáfu ríkisbréfa. Ég tel allar líkur á að það fái kostnaðinn af öflugri viðskiptavakt margfalt til baka í formi lægri fjármögnunarkostnaðar. Fjárfestar eru einfaldlega viljugri að kaupa bréf ef seljanleiki þeirra er mikill. Með þessu gæti ríkið náð fram umtalsverðum sparnaði. Öflugri vakt styður einnig við afnám gjaldeyrishafta enda bréfin mun eigulegri fyrir vikið," segir Páll. Ríkið greiðir nú um 110 milljónir króna á ári til fárra en stórra viðskiptavaka sem leggja fram kaup- og sölutilboð í ríkisskuldabréf upp á sex hundruð milljónir króna á degi hverjum. Verði upphæðin tvöfölduð og vaktin efld má gera ráð fyrir að það geti skilað ríkinu verulegum ábata. Miðað við 120 milljarða fjármögnun á fimm ára kúlubréfi sem greiðist upp á eindaga þarf krafa bréfanna að lækka um tvo punkta, 0,02 prósent, til að skila milljónunum 110 til baka. Lækki krafan meira er ágóðinn eftir því meiri, jafnvel margfeldi af útlögðum kostnaði auk smitáhrifa út á markaðinn. Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins GAMMA, tekur undir hugmynd Páls: „Það er gífurlega mikilvægt að auka veltu og bæta verðmyndun með ríkisskuldabréf. Það er betra fyrir fjárfesta þegar viðskiptavökum fjölgar og vaktir stækka. Fjárfestar verða að hafa trú á því að það sé seljanleiki á markaðnum svo menn læsist ekki inni þrátt fyrir óvænt tíðindi," segir hann. Gísli bætir við að kostnaðurinn af efldri viðskiptavakt sé lítill í samanburði við ábatann sem geti orðið. „Eftir því sem verðmyndun verðurvirkari koma fleiri fjárfestar inn á markaðinn. Þeim mun auðveldara verður fyrir þá að hreyfa sig á þessum markaði. Þá munu menn þora að taka þátt í nýjum útboðum. Ég held að hundrað milljónir króna sé mjög lágur herkostnaður miðað við hagræðið fyrir skattgreiðendur," segir hann og útilokar ekki að ástæðan fyrir því að ekki sé gripið til þessa ráðs sé sú að kostnaðurinn sé sýnilegri á móti óáþreifanlegum langtímaábata. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru óáþreifanleg. En ég tel yfirgnæfandi líkur á að ríkið fái fjármunina til baka, jafnvel nokkrum sinnum," segir hann. Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, segir skuldabréfamarkaðinn hafa sjaldan verið jafn líflegan og nú um stundir. „Seljanleiki er eitt en breidd í fjárfestahópnum er annað. Við búum í litlu landi og fjárfestahópurinn einsleitur. Það er erfitt að auka dýptina á markaðnum án þess að stækka hann út fyrir landsteina. Það gæti hugsanlega bætt seljanleikann ef við fengjum erlenda aðalmiðlara sem gætu stækkað fjárfestahópinn út fyrir landsteinana. En það er ekki líklegt fyrr en eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt. Þau eru ákveðin hindrun á að menn vilji fjárfesta hér," segir hann og bætir við að samningar við aðalmiðlara séu endurskoðaðir á hverju vori. Þar á meðal verði tekið til skoðunar hvort viðskiptavakt með ríkisskuldabréf verði efld. „En svo verða menn að hugsa þetta mjög vel. Því það er spurning hvort menn vilja hafa risastórar krónustöður í höndum útlendinga eins og fyrir hrun. Það er einmitt það sem við erum að vinda ofan af í gegnum áætlun um afnám gjaldeyrishafta," segir Sturla.Gísli Hauksson
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira