Ríkir Íslendingarnir verða ríkari: Þéna hærra hlutfall heildartekna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2015 16:15 Tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósent af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Hlutfallið náði hámarki árið 2007 þegar tekjuhæstu fimm prósentin þénuðu 33,2 prósent af heildartekjum en það fór lækkandi í kjölfar hrunsins. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu 5 prósentin stærri sneið af tekjukökunni.Taka stærri hluta en árið áður Sé hópurinn þrengdur enn meira má sjá að tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði sem nemur 2,3 prósentum af heildartekjum þjóðarinnar. Það er langt frá þeim toppi sem hópurinn náði árið 2007, þegar tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði 10,2 prósent allra tekna. Sama er uppi á teningnum hjá þessum hópi og fimm prósent tekjuhæstu þegar kemur að vexti á milli ára. Árin 2012 og 2013 tók hópurinn hærra hlutfall tekna til sín en fyrstu árin eftir hrun.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. Í svarinu koma fram nokkuð ítarleg gögn um tekjur, eignir og eigið fé landsmanna frá árinu 2012 til 2013. Í gögnunum kemur skýrt fram að tekjuhæstu og eignamestu hópar þjóðarinnar hafa á þessu tímabili þénað og eignast stærra hlutfall en hin 95 prósent þjóðarinnar. Með öðrum orðum er bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu og launahæstu og launalægstu að aukast.Eiga margfalt meira en hinir Þar má til dæmis sjá að heildareignir þeirra fimm prósent landsmanna sem eiga mest námu 1.255,3 milljarða króna, eða 31,5 prósent af heildareignum þjóðarinnar. Eignamesta eina prósentið var 531,5 milljarður, sem nemur 13,3 prósentum og heildareignir 0,1 prósent landsmanna sem mest áttu voru 181,6 milljarðar króna. Það samsvarar 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Þetta segir hinsvegar aðeins hálfa söguna því að í gögnunum er hlutafjáreign metin á nafnvirði. Eignir ríkustu Íslendinganna eru því verulega vanmetnar. Þá má gera ráð fyrir enn hærri eignum vegna fasteigna en þær eru metnar á fasteignamatsverði, sem oft á tíðum er mun lægra en markaðsvirði eigna.200 fjölskyldur í 0,1 prósentinu Svarið byggir á gögnum fram embætti ríkisskattstjóra sem byggjast á skattframtölum einstaklinga. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum sem þýðir að hjón teljast saman sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum og telst einstaklingur sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri í þessum upplýsingum. Tekjuhæsti 0,1 prósent hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum, eftir árum. Alþingi Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósent af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Hlutfallið náði hámarki árið 2007 þegar tekjuhæstu fimm prósentin þénuðu 33,2 prósent af heildartekjum en það fór lækkandi í kjölfar hrunsins. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu 5 prósentin stærri sneið af tekjukökunni.Taka stærri hluta en árið áður Sé hópurinn þrengdur enn meira má sjá að tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði sem nemur 2,3 prósentum af heildartekjum þjóðarinnar. Það er langt frá þeim toppi sem hópurinn náði árið 2007, þegar tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði 10,2 prósent allra tekna. Sama er uppi á teningnum hjá þessum hópi og fimm prósent tekjuhæstu þegar kemur að vexti á milli ára. Árin 2012 og 2013 tók hópurinn hærra hlutfall tekna til sín en fyrstu árin eftir hrun.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. Í svarinu koma fram nokkuð ítarleg gögn um tekjur, eignir og eigið fé landsmanna frá árinu 2012 til 2013. Í gögnunum kemur skýrt fram að tekjuhæstu og eignamestu hópar þjóðarinnar hafa á þessu tímabili þénað og eignast stærra hlutfall en hin 95 prósent þjóðarinnar. Með öðrum orðum er bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu og launahæstu og launalægstu að aukast.Eiga margfalt meira en hinir Þar má til dæmis sjá að heildareignir þeirra fimm prósent landsmanna sem eiga mest námu 1.255,3 milljarða króna, eða 31,5 prósent af heildareignum þjóðarinnar. Eignamesta eina prósentið var 531,5 milljarður, sem nemur 13,3 prósentum og heildareignir 0,1 prósent landsmanna sem mest áttu voru 181,6 milljarðar króna. Það samsvarar 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Þetta segir hinsvegar aðeins hálfa söguna því að í gögnunum er hlutafjáreign metin á nafnvirði. Eignir ríkustu Íslendinganna eru því verulega vanmetnar. Þá má gera ráð fyrir enn hærri eignum vegna fasteigna en þær eru metnar á fasteignamatsverði, sem oft á tíðum er mun lægra en markaðsvirði eigna.200 fjölskyldur í 0,1 prósentinu Svarið byggir á gögnum fram embætti ríkisskattstjóra sem byggjast á skattframtölum einstaklinga. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum sem þýðir að hjón teljast saman sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum og telst einstaklingur sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri í þessum upplýsingum. Tekjuhæsti 0,1 prósent hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum, eftir árum.
Alþingi Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira