Innlent

Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins um liðna helgi.
Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins um liðna helgi. vísir/sveinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Í svari til fréttastofu segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um slíkt brot.

„Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist í samtali við mbl.is eftir fundinn ekki þekkja til málsins. „Þú verður að ræða það við hann, ég þekki það ekki alveg,“ sagði Sigurður Ingi.

Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess heyrir undir greiningardeild ríkislögreglustjóra. Í svari greiningardeildar til fréttastofu segir að ekki hafi verið tilkynnt um slíkt brot til embættisins. 

„Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra.“


Tengdar fréttir

Stirt milli formanns og forsætisráðherra

Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×