Erlent

Risastjarna myndi stytta árið á jörðinni í þrjár vikur

Óli Tynes skrifar
Stærðarhlutföll:  Neðst til vinstri er rauður dvergur. Svo sólin. Svo kemur það sem kallað er blár dvergur og  loks risastjarnan
Stærðarhlutföll: Neðst til vinstri er rauður dvergur. Svo sólin. Svo kemur það sem kallað er blár dvergur og loks risastjarnan

Þessi risastjarna er 320 sinnum stærri en sólin og 10 milljón sinnum bjartari.

Hún fannst þegar verið var að skoða tvær stjörnuþyrpingar í sólkerfi sem er næst vetrarbrautinn okkar, sem kallað er Stóra Magellanic skýið.

Breski prófessorinn Paul Crowther stýrði hópi vísindamanna sem notaði bæði risasjónauka Evrópsku rannsóknarstöðvarinnar og Hubble sjónauka bandarísku geimferðastofnunarinnar við að skoða stjörnuþyrpingarnar.

Myndi stytta árið

Vísindamennirnir segja að ef þessi stjarna kæmi í stað sólarinnar styttist árið á jörðinni úr 365 dögum niður í þrjár vikur.

Fram til þessa hefur verið talið að stjörnur gætu í mesta lagi verið 150 sinnum massi sólarinnar þannig að vísindamennirnir voru furðu lostnir yfir að finna þetta 320 sinnum stærra skrímsli.

Skarpasti hnífurinn í skúffunni?

Frétt um þennan fund birtist meðal annars á vef Sky sjónvarpsstöðvarinnar bresku.

Þar bloggaði einn lesandi um hana; „Mér finnst sólin stórlega ofmetin. Tunglið skín á nóttunni þegar er dimmt. Sólin skín hinsvegar bara á daginn þegar er bjart hvort sem er.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×