Ritari „falsaða“ skjalsins hafnar kenningum Vigdísar Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 13:46 Samningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Vísir Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016 Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09