Robbie Fowler, ein mesta markahetja Liverpool á síðari árum, verður heiðursgestur á árshátíð Liverpool-klúbbsins á Íslandi.
Þetta var staðfest á heimasíðu klúbbsins í dag en hann fagnar 20 ára afmæli í ár og var af því tilefni lögð áhersla á að fá „mjög stórt nafn“ hingað til lands.
Fowler er uppalinn hjá Liverpool og lék fyrst með liðinu árið 1993. Hann fór svo til Leeds árið 2001 en sneri aftur fimm árum síðar eftir að hafa verið á mála hjá Manchester City.
Hann spilaði með Liverpool veturinn 2006-7 en gekk að tímabilinu loknu í raðir Cardiff City og síðar Blackburn. Hann lék einnig í Ástralíu og Tælandi áður en ferlinum lauk.
Fowler á að baki 26 leiki með enska landsliðinu og skoraði í þeim sjö mörk.
Robbie Fowler á leið til Íslands
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti


„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti