Roger Taylor úr Queen er spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2015 10:00 Roger Taylor er enn að spila á fullu um allan heim með Queen. Hann ætlar að heimsækja Ísland í framtíðinni. Nordicphotos/Getty Hin eina sanna Queen-heiðurshljómsveit, sem ber titillinn Queen Extravaganza, er á leið hingað til lands en sveitin var hugsuð og sköpuð sérstaklega til að koma lögum hljómsveitarinnar Queen til nýrra og gamalla aðdáenda alls staðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar voru sér valdir af Roger Taylor, trommuleikara Queen, og Brian May, gítarleikara Queen. „Þessi hljómsveit var sett saman árið 2011 og hún kom fyrst fram í American Idol árið 2012. Við settum saman þessa hljómsveit sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra eru ekki eins góðar og við hefðum viljað,“ segir Roger Taylor, trommuleikari Queen, spurður út í upphaf Queen Extravaganza. Trommarinn var ekkert of hrifinn af þeim Queen-heiðurshljómsveitum sem hann hafði séð og heyrt af. „Queen Extravaganza á ekki að bregða sér í líki Queen heldur á hún að syngja og spila tónlistina okkar vel og fallega. Að sjá þessa hljómsveit á tónleikum er upplifun sem ég mæli með.“Roger Taylor segir það mikla upplifun að sjá Queen Extravaganza og mælir með henni.Taylor og May fundu réttu aðilana í hljómsveitina með heljarinnar leit sem fram fór í gegnum netið. Fólk alls staðar að úr heiminum sendi inn kynningarmyndbönd af sjálfu sér í von um að komast í hljómsveitina. Söngvari Queen Extravaganza, Marc Martel, sendi inn kynningarmyndband og er það komið með nærri 10 milljón áhorf á Youtube. Mikið er til af svokölluðum heiðurshljómsveitum sem leika tónlist annarra hljómsveita en hvað hefur Taylor að segja um slíkar hljómsveitir, er of mikið til af svona heiðurssveitum? „Eins mikill heiður og hrós það er að hafa hljómsveitir sem spila lögin manns þá finnst mér vera of mikið af þeim. Það eru of margar hljómsveitir, of margar hljómsveitir sem eru að villa á sér heimildir og oft ekki nógu mikil gæði í tónlistinni hjá þeim,“ segir Taylor.Söngvarinn Adam Lambert hefur verið að túra með Queen að undanförnu. Hér er hann ásamt gítarleikaranum Brian May og Roger Taylor.Nordicphotos/gettyHin eina sanna Queen-heiðurssveit hefur farið um allan heim og hafa tónleikar hennar fengið frábæra dóma. Þegar hún var stofnuð voru Taylor og May þó talsvert í kringum sveitina enda sveitin þeirra hugmynd. „Ég tek meira þátt í starfsemi sveitarinnar í dag heldur en Brian því hans tími fer mest í það að bjarga loðnum dýrum,“ segir Taylor léttur í lundu. „Upphaflega hannaði ég prógramm fyrir sveitina en nú eru þeir mun sjálfstæðari og vita alveg hvað aðdáendurnir vilja heyra. Þeir vinna líka með Spike Edney, sem spilaði mikið með okkur og var tónlistarstjóri okkar, við að velja lög til að spila.“ Taylor og May hafa báðir spilað með hljómsveitinni því þeir komu fram með henni í American Idol á sínum tíma til þess að kynna hana með glæsibrag. Um þessar mundir eru þessar tvær goðsagnir úr rokksögunni enn að túra um heiminn með sinni hljómsveit, Queen. „Við erum að fara í tónleikaferðalag með Adam Lambert með okkur, um Suður-Ameríku í september. Við erum nýkomnir úr tónleikaferð um Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Asíu,“ segir Taylor.Queen Extravaganza var sett saman sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra voru ekki eins góðar og Taylor og May hefðu viljað.Spurður út í Ísland segist Taylor hlakka mikið til að heimsækja Ísland. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég stefni á að koma þangað í framtíðinni. Því miður komumst hvorki ég né Brian með til landsins núna,“ segir Taylor, en hvað segir hann um íslenska tónlist? „Ég hef hitt marga spennandi og frjóa tónlistarmenn frá Íslandi. Hljómsveitin Sigur Rós er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Taylor. Það eru eflaust ansi margir Íslendingar sem væru til í að fá hina einu sönnu Queen til að halda tónleika hér á landi. Er einhver séns á að Queen komi fram á tónleikum á Íslandi? „Það er ekkert ómögulegt en það er samt ekkert planað eins og er. Ég myndi allavega vilja koma!“ Tónleikar Queen Extravaganza fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 15. og 16. ágúst. Uppselt er á fyrri tónleikana en til eru miðar á þá seinni á harpa.is. Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hin eina sanna Queen-heiðurshljómsveit, sem ber titillinn Queen Extravaganza, er á leið hingað til lands en sveitin var hugsuð og sköpuð sérstaklega til að koma lögum hljómsveitarinnar Queen til nýrra og gamalla aðdáenda alls staðar í heiminum. Meðlimir sveitarinnar voru sér valdir af Roger Taylor, trommuleikara Queen, og Brian May, gítarleikara Queen. „Þessi hljómsveit var sett saman árið 2011 og hún kom fyrst fram í American Idol árið 2012. Við settum saman þessa hljómsveit sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra eru ekki eins góðar og við hefðum viljað,“ segir Roger Taylor, trommuleikari Queen, spurður út í upphaf Queen Extravaganza. Trommarinn var ekkert of hrifinn af þeim Queen-heiðurshljómsveitum sem hann hafði séð og heyrt af. „Queen Extravaganza á ekki að bregða sér í líki Queen heldur á hún að syngja og spila tónlistina okkar vel og fallega. Að sjá þessa hljómsveit á tónleikum er upplifun sem ég mæli með.“Roger Taylor segir það mikla upplifun að sjá Queen Extravaganza og mælir með henni.Taylor og May fundu réttu aðilana í hljómsveitina með heljarinnar leit sem fram fór í gegnum netið. Fólk alls staðar að úr heiminum sendi inn kynningarmyndbönd af sjálfu sér í von um að komast í hljómsveitina. Söngvari Queen Extravaganza, Marc Martel, sendi inn kynningarmyndband og er það komið með nærri 10 milljón áhorf á Youtube. Mikið er til af svokölluðum heiðurshljómsveitum sem leika tónlist annarra hljómsveita en hvað hefur Taylor að segja um slíkar hljómsveitir, er of mikið til af svona heiðurssveitum? „Eins mikill heiður og hrós það er að hafa hljómsveitir sem spila lögin manns þá finnst mér vera of mikið af þeim. Það eru of margar hljómsveitir, of margar hljómsveitir sem eru að villa á sér heimildir og oft ekki nógu mikil gæði í tónlistinni hjá þeim,“ segir Taylor.Söngvarinn Adam Lambert hefur verið að túra með Queen að undanförnu. Hér er hann ásamt gítarleikaranum Brian May og Roger Taylor.Nordicphotos/gettyHin eina sanna Queen-heiðurssveit hefur farið um allan heim og hafa tónleikar hennar fengið frábæra dóma. Þegar hún var stofnuð voru Taylor og May þó talsvert í kringum sveitina enda sveitin þeirra hugmynd. „Ég tek meira þátt í starfsemi sveitarinnar í dag heldur en Brian því hans tími fer mest í það að bjarga loðnum dýrum,“ segir Taylor léttur í lundu. „Upphaflega hannaði ég prógramm fyrir sveitina en nú eru þeir mun sjálfstæðari og vita alveg hvað aðdáendurnir vilja heyra. Þeir vinna líka með Spike Edney, sem spilaði mikið með okkur og var tónlistarstjóri okkar, við að velja lög til að spila.“ Taylor og May hafa báðir spilað með hljómsveitinni því þeir komu fram með henni í American Idol á sínum tíma til þess að kynna hana með glæsibrag. Um þessar mundir eru þessar tvær goðsagnir úr rokksögunni enn að túra um heiminn með sinni hljómsveit, Queen. „Við erum að fara í tónleikaferðalag með Adam Lambert með okkur, um Suður-Ameríku í september. Við erum nýkomnir úr tónleikaferð um Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Asíu,“ segir Taylor.Queen Extravaganza var sett saman sem eins konar mótefni gegn mörgum öðrum Queen-heiðurshljómsveitum, því margar þeirra voru ekki eins góðar og Taylor og May hefðu viljað.Spurður út í Ísland segist Taylor hlakka mikið til að heimsækja Ísland. „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég stefni á að koma þangað í framtíðinni. Því miður komumst hvorki ég né Brian með til landsins núna,“ segir Taylor, en hvað segir hann um íslenska tónlist? „Ég hef hitt marga spennandi og frjóa tónlistarmenn frá Íslandi. Hljómsveitin Sigur Rós er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Taylor. Það eru eflaust ansi margir Íslendingar sem væru til í að fá hina einu sönnu Queen til að halda tónleika hér á landi. Er einhver séns á að Queen komi fram á tónleikum á Íslandi? „Það er ekkert ómögulegt en það er samt ekkert planað eins og er. Ég myndi allavega vilja koma!“ Tónleikar Queen Extravaganza fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 15. og 16. ágúst. Uppselt er á fyrri tónleikana en til eru miðar á þá seinni á harpa.is.
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira