Erlent

Ronnie Wood: Keith skilur mig

Félagarnir Ronnie Wood og Keith Richards.
Félagarnir Ronnie Wood og Keith Richards.
Rolling Stones-goðsögnin Keith Richards er hættur að láta heilsusamlegri lífsstíl félaganna í hljómsveitinni fara í taugarnar á sér. Þetta segir Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, sem hefur verið edrú í rúmlega sex mánuði en hann var á góðri leið með að drekka sig í heil.

Ronnie segir í viðtali við tímaritið Q magazine að Keith skilji af hverju hann hafi hætt að drekka. „Keith var vanur að sjá þetta sem merki um veikleika en hann skilur þetta núna."

Þá segir Ronnie að að Keith hafi sjálfur dregið úr áfengisdrykkju eftir að hann varð meðvitaðri um eigin dauðleika fyrir fjórum árum. Þá var Keith lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa fallið úr pálmatré í kjölfar mikillar drykkju.

Keith er þó langt því frá hættur að drekka áfengi og fyrr á árinu vísaði hann slíkum fregnum alfarið á bug. „Orðrómurinn um að ég sé orðinn allsgáður er stórlega ýktur."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×