Rótað í þjóðarsálinni Sigríður Jónsdóttir skrifar 3. september 2014 10:00 Frjó sýning "Sýningar af þessu tagi eru einstaklega spennandi vettvangur til tilrauna.“ Vísir/Stefán Leiklist: Petra Leikgerð og leikstjórn: DFM Company og Björn Leó Brynjarsson Leikarar: Brogan Davison, Hjalti Jón Sverrisson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Pétur Ármannsson Sýnt á ensku í Tjarnarbíói Þrátt fyrir vinsældir heimildaleikhúss erlendis, sérstaklega í Bretlandi, á þetta sviðslistaform eftir að ná fótfestu hérlendis. Dance for me, fyrra verk DFM Company, vakti verðskuldaða athygli og með verkinu Petra halda þau áfram að rannsaka mörkin á milli raunveruleikans og sviðsetningar á raunveruleikanum. Sýningin er byggð á lífi Petru Sveinsdóttur frá Stöðvarfirði, langömmu Péturs, sem þekkt er fyrir einstakt steinasafn sitt. En einnig fjallar verkið um þá erfiðleika sem felast í að búa til leikverk byggt á ævi ættingja og hvort slíkt sé yfirhöfuð hægt. Pétur ákvað að draga sig út úr sýningunni, þ.e. að vera ekki á sviði með hópnum, þar sem hann hreinlega sá ekki fram á að geta tekið þátt í svo persónulegri sýningu. Hætt er við því í sýningum líkt og þessari að einlægni og væmni hreinlega kaffæri verkið en svo er ekki hér því að kímnigáfan er á réttum stað. Leikstíllinn er yfirvegaður og í flottum takti við sýninguna fyrir utan eitt atriði í seinni hlutanum þar sem kaldhæðnislega skopið verður of ýkt. Þetta stílbrot er óþarfi og of langt í sýningu sem er rúmlega klukkutími. Tónlistin í verkinu er lágstemmd, líkt og sviðsmyndin, en sérstaklega verður að nefna fallegan söng Hjalta Jóns og einnig er notkun á vel völdum upptökum úr lífi Petru, reyndar einnig Péturs, einstaklega skemmtileg. Sýningar af þessu tagi eru einstaklega spennandi vettvangur til tilrauna en einnig áhugaverð leið til þess að róta í þjóðarsálinni, þjóðmenningu Íslands og okkur sjálfum. Vonandi heldur DFM Company áfram að skapa jafn vandaðar sýningar og Petra er í framtíðinni.Niðurstaða: Einstaklega vel samansett sýning, tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá. Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Petra Leikgerð og leikstjórn: DFM Company og Björn Leó Brynjarsson Leikarar: Brogan Davison, Hjalti Jón Sverrisson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Pétur Ármannsson Sýnt á ensku í Tjarnarbíói Þrátt fyrir vinsældir heimildaleikhúss erlendis, sérstaklega í Bretlandi, á þetta sviðslistaform eftir að ná fótfestu hérlendis. Dance for me, fyrra verk DFM Company, vakti verðskuldaða athygli og með verkinu Petra halda þau áfram að rannsaka mörkin á milli raunveruleikans og sviðsetningar á raunveruleikanum. Sýningin er byggð á lífi Petru Sveinsdóttur frá Stöðvarfirði, langömmu Péturs, sem þekkt er fyrir einstakt steinasafn sitt. En einnig fjallar verkið um þá erfiðleika sem felast í að búa til leikverk byggt á ævi ættingja og hvort slíkt sé yfirhöfuð hægt. Pétur ákvað að draga sig út úr sýningunni, þ.e. að vera ekki á sviði með hópnum, þar sem hann hreinlega sá ekki fram á að geta tekið þátt í svo persónulegri sýningu. Hætt er við því í sýningum líkt og þessari að einlægni og væmni hreinlega kaffæri verkið en svo er ekki hér því að kímnigáfan er á réttum stað. Leikstíllinn er yfirvegaður og í flottum takti við sýninguna fyrir utan eitt atriði í seinni hlutanum þar sem kaldhæðnislega skopið verður of ýkt. Þetta stílbrot er óþarfi og of langt í sýningu sem er rúmlega klukkutími. Tónlistin í verkinu er lágstemmd, líkt og sviðsmyndin, en sérstaklega verður að nefna fallegan söng Hjalta Jóns og einnig er notkun á vel völdum upptökum úr lífi Petru, reyndar einnig Péturs, einstaklega skemmtileg. Sýningar af þessu tagi eru einstaklega spennandi vettvangur til tilrauna en einnig áhugaverð leið til þess að róta í þjóðarsálinni, þjóðmenningu Íslands og okkur sjálfum. Vonandi heldur DFM Company áfram að skapa jafn vandaðar sýningar og Petra er í framtíðinni.Niðurstaða: Einstaklega vel samansett sýning, tilfinningarík án þess að vera væmin og nauðsynlegt að sjá.
Gagnrýni Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira