Innlent

Rúmlega sjö hundruð skráðir í Fylkisflokkinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gunnar Smári Egilsson horfir til Noregs.
Gunnar Smári Egilsson horfir til Noregs.
Rúmlega sjö hundruð manns hafa skráð sig í Fylkisflokkinn, sem hefur það að markmiði að gera Ísland að tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, sem fer fyrir hópnum, tilkynnti þetta á Facebook-síðu hópsins í gærkvöldi.

Sérstök heimasíða var opnuð fyrir um tveimur sólarhringum, þar sem fólk getur skráð sig í flokkinn.

Á Facebook-síðu hópsins fara fram líflegar umræður um möguleikann á að Ísland verði fylki Noregs. Margir Íslendingar sem búa í Noregi hafa sagt frá lífinu þar í landi, birt launatölur og er það borið saman við kjör íslensks launafólks.

„Frá því fólki gafst kostur á að skrá sig sem stofnfélaga í Fylkisflokknum fyrir tæpum tveimur sólarhringum hafa rétt um 700 skráð sig. Þessu hljóta allir að fagna, því svo aukinn stjórnmálaáhugi meðal almennings hlýtur að bæta samfélagið. Þessi fjöldi er líka merkilegur í ljósi þess að enn eru nokkrar vikur þar til flokkurinn verður stofnaður og aðeins eru réttar þrjár vikur síðan stefnumál flokksins var fyrst kynnt í færslu hér á Facebook,“ skrifaði Gunnar Smári á Facebook í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×