Innlent

Rúta sökk í Blautulón með 22 ferðamenn innanborðs

Mynd/Frikki
Rúta með 22 tékkneska ferðamenn innanborðs hafnaði ofan í Blautulóni á Fjallabaksleið nyrðri á fimmta tímanum í dag. Ferðamennirnir komust allir á þurrt land af sjálfsdáðum og gátu hringt eftir aðstoð.

Björgunarsveitir á svæðinu fóru til aðstoðar ásamt Landvörðum, en björgunarsveitir frá Vík, Kirkjubæjarklaustri, Skaftártungu og Álftaveri voru kallaðar út. Flugbjörgunarsveit Hellu var hinsvegar fyrst á staðinn þar sem hún var í hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu þegar kallið barst.

Rauði krossinn á Vík mun taka við fólkinu en farangur þeirra og persónulegir munir eru enn um borð í rútunni, sem er á bólakafi í Blautulóni. Verið er að vinna í því að skoða björgun á bílnum, en ekki er ljóst á hvaða dýpi bíllinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×