RÚV seldi byggingarrétt og hagnaðist um 1,4 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 10. mars 2017 13:56 Hagnaður af reglulegri starfsemi RÚV var 95 milljónir fyrir skatta. RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta. „Félagið mun ekki greiða skatta af hagnaðinum vegna uppsafnaðs taps frá fyrri tíð. Markmiðið með sölu byggingarréttarins er að greiða niður skuldir félagsins. Í lok ársins 2015 var eiginfjárhlutfall RÚV 6,2 prósent en er nú 23,8 prósent eftir sölu byggingarréttarins,“ segir í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hagræðingu. Tekist hafi að hagræða í ytri umgjörð og rekstri en verja dagskrá eins og kostur sé. „Jafnvægi sem náðist í rekstri félagsins á árinu 2015, helst á árinu 2016 og útlit er fyrir að svo verði í náinni framtíð. Nýr þjónustusamningur RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var undirritaður á árinu og gildir hann til ársloka 2019. Stöðugildi voru að meðaltali 258 á árinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 259 árið 2015, 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“ Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ljóst að búið sé að koma jafnvægi á rekstur ríkisfjölmiðilsins. „Sala á byggingarrétti skilar RÚV umtalsverðum söluhagnaði sem leiðir til mikillar skuldalækkunar og mikilla bóta á eigin fé félagsins. Nýr þjónustusamningur sem undirritaður var á síðasta ári tryggir loks fyrirsjáanleika og öryggi í tekjum félagsins til næstu ára. Á hinn bóginn er félagið enn of skuldsett vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga frá gamalli tíð og er það mikill baggi á starfseminni í dag en á þeirri yfirskuldsetningu þarf að taka,“ segir Magnús. Í tilkynningu RÚV er einnig tekið fram að þrátt fyrir sölu á bygginaréttinum á lóðinni við Útvarpshúsið sé félagið áfram mjög skuldsett. „Hefur stjórn RÚV vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að félagið hafi á komandi árum ekki burði til þess að standa undir hinni miklu skuldsetningu án aðgerða en félagið hefur m.a. átt í viðræðum við LSR um möguleika á skilmálabreytingu láns sem er tilkomið vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga. Útreikningur á söluhagnaði byggist á núverandi deiliskipulagi og áætlun kaupanda um nýtingu byggingarréttarins en lokauppgjör vegna sölunnar fer fram þegar endanlegt byggingamagn liggur fyrir.“ Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta. „Félagið mun ekki greiða skatta af hagnaðinum vegna uppsafnaðs taps frá fyrri tíð. Markmiðið með sölu byggingarréttarins er að greiða niður skuldir félagsins. Í lok ársins 2015 var eiginfjárhlutfall RÚV 6,2 prósent en er nú 23,8 prósent eftir sölu byggingarréttarins,“ segir í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hagræðingu. Tekist hafi að hagræða í ytri umgjörð og rekstri en verja dagskrá eins og kostur sé. „Jafnvægi sem náðist í rekstri félagsins á árinu 2015, helst á árinu 2016 og útlit er fyrir að svo verði í náinni framtíð. Nýr þjónustusamningur RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var undirritaður á árinu og gildir hann til ársloka 2019. Stöðugildi voru að meðaltali 258 á árinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 259 árið 2015, 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“ Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ljóst að búið sé að koma jafnvægi á rekstur ríkisfjölmiðilsins. „Sala á byggingarrétti skilar RÚV umtalsverðum söluhagnaði sem leiðir til mikillar skuldalækkunar og mikilla bóta á eigin fé félagsins. Nýr þjónustusamningur sem undirritaður var á síðasta ári tryggir loks fyrirsjáanleika og öryggi í tekjum félagsins til næstu ára. Á hinn bóginn er félagið enn of skuldsett vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga frá gamalli tíð og er það mikill baggi á starfseminni í dag en á þeirri yfirskuldsetningu þarf að taka,“ segir Magnús. Í tilkynningu RÚV er einnig tekið fram að þrátt fyrir sölu á bygginaréttinum á lóðinni við Útvarpshúsið sé félagið áfram mjög skuldsett. „Hefur stjórn RÚV vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að félagið hafi á komandi árum ekki burði til þess að standa undir hinni miklu skuldsetningu án aðgerða en félagið hefur m.a. átt í viðræðum við LSR um möguleika á skilmálabreytingu láns sem er tilkomið vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga. Útreikningur á söluhagnaði byggist á núverandi deiliskipulagi og áætlun kaupanda um nýtingu byggingarréttarins en lokauppgjör vegna sölunnar fer fram þegar endanlegt byggingamagn liggur fyrir.“
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira