Rýmri reglur um staðgöngumæðrun kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 09:15 Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við drög að nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og er ekki viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. vísir/Epa Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar staðgöngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar staðgöngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent