Sá dýrasti í sögu Njarðvíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 08:00 Bonneau fór hamförum með Njarðvík á síðasta tímabili. vísir/stefán Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04