SA gagnrýna frumvarp um styttingu vinnuvikunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2016 15:24 Samtök atvinnulífsins telja sennilegt að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti ef verður að styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Valli Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00