Lífið

Sá hefur aldeilis breyst!

MYNDIR / COVER MEDIA
Jeremy Jackson ólst upp fyrir framan myndavélarnar sem sonur Davids Hasselhoffs í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þá var hann lítill og væskilslegur en það sama er ekki hægt að segja um hann í dag.

Jeremy er 32ja ára í dag og er aldeilis búinn að taka á því í ræktinni. Hann rölti um ströndina á Havaí með eiginkonu sinni Lonnie Wilkinson í vikunni og sýndi stæltan og skorinn líkamann. Eina sem vantaði var bara þemalag Baywatch, I'm Always Here.

Með eiginkonunni.
Jeremy lék Hobie Buchanan í þáttunum frá 1991 til 1999 en hann glímdi við fíkniefnavanda á seinni helming tímabilsins. Hann hefur hins vegar snúið blaðinu við og hefur verið edrú síðan árið 2000. Flott hjá honum!

Feðgarnir í Baywatch.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.