Innlent

Sá minnsti fetar í fótspor þess stærsta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Minnsti maður í heimi, Khagendra Tghapa Magar, frá Gaglunghéraðinu í Nepal, er staddur hér á Íslandi. Hann er einungis 56 sentimetrar á hæð. Hann er hér á landi til þess að kynna bókina Ótrúlegt en satt - ekki fyrir viðkvæma, sem er að koma út um þessar mundir.

Magar kom við á Hótel Natura í dag og fetaði í fótspor stærsta manns í heimi, Sultan Kosen frá Tyrklandi, sem kom hingað ekki alls fyrir löngu. Sultan Kosen er 247 sentimetrar á hæð og er því 191 sentimetrum stærri en Magar.

Ítarlegt viðtal verður við Magar í Íslandi í dag klukkan fimm mínútur í sjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×