Sæll Sighvatur Björgvinsson Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins.
Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar