Sæll Sighvatur Björgvinsson Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við eigum sameiginlegt áhugamál sem eru íslenskir grunnskólar. Af skrifum þínum má þó ætla að þú verjir ekki miklum tíma í að auka skilning þinn á uppeldi og menntun barna. Með þessari yfirlýsingu er ég ekki að ráðast á manninn heldur einfaldlega að benda á að þú færir ekki önnur rök fyrir máli þínu en skoðanir og reynslu þína og pabba þíns. Vissulega höfum við mörg tilhneigingu til þess að móta skoðanir út frá eigin reynslu og þeim skoðunum sem við ölumst upp við. Ég verð þó að játa að ég hef miklu meiri áhuga á að heyra skoðanir sérfræðinga og fagmanna á málefnum grunnskólans heldur en skoðanir þínar og pabba þíns. Á vef Alþingis kemur fram að þú hafir ekki lokið námi í viðskiptafræði og fellur því í hóp þeirra fjölmörgu Íslendinga sem heykjast á námi. Ekki er neitt í ferli þínum sem bendir til þess að þú hafir neitt fram að færa um menntun barna. Vissulega er það áhyggjuefni að Ísland er með langmesta brottfall úr námi á Norðurlöndum. Og vissulega er það áhyggjuefni að 25% drengja geti ekki lesið sér til skilnings. Skýringuna er þó vart að finna í því að prestar fái ekki að hlýða börnum yfir faðirvorið í skólum. Það er táknrænt fyrir samtímann að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar, en leikmenn eins og veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn þeysist fram á völlinn með illa ígrundaðar fullyrðingar um ástæður fyrir vandamálum sem varða menntun barna. Nokkrar doktorsrannsóknir hafa verið gerðar á íslenska grunnskólanum og vil ég benda þér á að lesa t.d. doktorsritgerðir Þorsteins Gunnarssonar, Gunnars Finnbogasonar eða Rúnars Sigþórssonar sem gera þessu málefni ágætis skil. Góður skilningur og umbætur á íslenska grunnskólakerfinu verða ekki til með því að hlusta á kerlingabækur um menntun og uppeldi. Foreldrar og nemendur eru mikilvægir samstarfsaðilar grunnskólans og hafa töluverð áhrif á árangur. Það er því mikilvægt að auka skilning þessara aðila á mikilvægum þáttum uppeldis og menntunar. Þann skilning þarf að sækja í fræðin, í reynslu þeirra skóla sem sýna góðan árangur og taka mið af samfélagsgerð. Við þurfum að spyrja hvað unglingar þurfa að kunna og geta eftir tíu ára setu í grunnskólum. Vissulega er það ekki að lepja upp gagnrýnislaust texta sem þeim er settur fyrir eða góða þjálfun í að þegja í fimm tíma á dag. Það sem einkenndi íslenska umræðu fyrir bankahrunið var gegndarlaus áróður, skortur á gagnrýni og meðvirkni. Eflaust má gera því skóna að hversu vel heppnuð þöggunin var í fyrirhrunssamfélaginu megi rekja til afleits uppeldis í grunnskólum á síðustu öld. Menningin í grunnskólum er afrakstur af aldargamalli stofnanavæðingu en aðilar eins og menntasvið Háskóla Íslands og fræðsluyfirvöld hafa vilja til þess að færa grunnskólann í nútímahorf. Það er þó ekki auðvelt verkefni vegna innbyggðs mótþróa og tilhneigingu stofnana til þess að vernda gamlar venjur og starfshætti fyrir óróa umhverfisins.
Að fermast upp á Faðirvorið Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! 7. febrúar 2012 06:00
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun