Erlent

Sænska prinsessan Madeleine trúlofast

Sænska prinsessan Madeleine hefur trúlofast hinum bandaríska kærasta sínum Chris O´Neill.

Þetta er forsíðufrétt dagsins í mörgum sænskum fjölmiðlum. Aftonbladet hefur birt mynd af parinu þar sem skínandi trúlofunarhringur sést á fingri prinsessunnar.

Sænska konungsfjölskyldan hefur enn ekki tjáð sig um málið en vænst er yfirlýsingar frá henni síðar í dag.

Madeleine var áður trúlofuð Jonas Bergström í nokkur ár en þau hættu saman árið 2010.

Madeleine sem er þrítug að aldri er yngst af þremur börnum sænsku koningshjónanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×