Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2014 20:15 Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál. Hann líkir þessu við olíuhagnað Norðmanna og segir sæstreng stærsta efnahagstækifæri Íslendinga. Norsku ríkisorkufyrirtækin Statoil og Statkraft skýrðu í vikunni frá ákvörðun sinni um að byggja upp vindmyllugarð undan ströndum Bretlands fyrir 270 milljarða króna. Bresk stjórnvöld tryggja Norðmönnum lágmarks orkuverð frá vindmyllunum, sem er þrefalt hærra en núverandi markaðsverð í Bretlandi, en með slíkum samningum vilja Bretar koma í veg fyrir orkuskort í framtíðinni. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og ráðgjafi um orkumál, segir að ef þeir bregðist ekki við núna, með því að tryggja fjárfestingar í nýjum orkuverkefnum, lendi þeir í orkuskorti. Hann telur að þetta styrkjakerfi Breta gæti gert sæstreng frá Íslandi að mjög arðsömu verkefni.Sæstrengur er stærsta efnahagstækifæri Íslands, segir Ketill Sigurjónsson.Stöð 2/Gísli Óskarsson.„Þetta er þvílík arðsemi að þetta væri í raun stærsta efnahagslega tækifæri Íslands. Það er ekkert ofsagt,” segir Ketill í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að íslensk vatnsorka ætti að vera eftirsóknarverðari en ótrygg vindorka. Miklu áreiðanlegra væri fyrir Breta að fjárfesta í vatnsorku frá Íslandi, vatnsorkan væri tryggasti og öruggasti orkugjafinn og þar að auki endurnýjanlegur. Hann telur líklegt að kjörin fyrir raforku um sæstreng frá Íslandi yrðu svipuð og frá norsku vindmyllunum en það myndi þó ráðast af samningum við Breta. Hann telur að verðið yrði á bilinu 150 til 200 dollarar á megavattstund. Til samanburðar sé meðalverð til stóriðju á Íslandi um 25 dollarar á megavattstundina. Þannig fengist sex til átta sinnum hærra verð fyrir orkuna um sæstreng. „Þarna erum við að tala um tekjur sem væru að stóru leyti bara hagnaður. Þannig að til lengri tíma litið gæti þetta jafnast á við hagnaðinn sem Noregur hefur af olíuvinnslu hjá sér. Það hefur verið sýnt fram á það með góðum og skýrum hætti að þetta gæti orðið ákaflega ábatasamt fyrir Ísland,” sagði Ketill.Frá lagningu sæstrengs milli Vestmannaeyja og Landeyja.Stöð 2/Gísli Óskarsson. Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ræðir við orkumálaráðherra Bretlands um sæstrengsverkefnið í næsta mánuði. Ráðherra vill að forræði verkefnisins færist alfarið til stjórnvalda. Vinna verkefnastjórnar Rammaáætlunar veldur henni vonbrigðum. 22. febrúar 2014 09:00 Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11 Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. 1. júlí 2014 17:15 Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál. Hann líkir þessu við olíuhagnað Norðmanna og segir sæstreng stærsta efnahagstækifæri Íslendinga. Norsku ríkisorkufyrirtækin Statoil og Statkraft skýrðu í vikunni frá ákvörðun sinni um að byggja upp vindmyllugarð undan ströndum Bretlands fyrir 270 milljarða króna. Bresk stjórnvöld tryggja Norðmönnum lágmarks orkuverð frá vindmyllunum, sem er þrefalt hærra en núverandi markaðsverð í Bretlandi, en með slíkum samningum vilja Bretar koma í veg fyrir orkuskort í framtíðinni. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og ráðgjafi um orkumál, segir að ef þeir bregðist ekki við núna, með því að tryggja fjárfestingar í nýjum orkuverkefnum, lendi þeir í orkuskorti. Hann telur að þetta styrkjakerfi Breta gæti gert sæstreng frá Íslandi að mjög arðsömu verkefni.Sæstrengur er stærsta efnahagstækifæri Íslands, segir Ketill Sigurjónsson.Stöð 2/Gísli Óskarsson.„Þetta er þvílík arðsemi að þetta væri í raun stærsta efnahagslega tækifæri Íslands. Það er ekkert ofsagt,” segir Ketill í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að íslensk vatnsorka ætti að vera eftirsóknarverðari en ótrygg vindorka. Miklu áreiðanlegra væri fyrir Breta að fjárfesta í vatnsorku frá Íslandi, vatnsorkan væri tryggasti og öruggasti orkugjafinn og þar að auki endurnýjanlegur. Hann telur líklegt að kjörin fyrir raforku um sæstreng frá Íslandi yrðu svipuð og frá norsku vindmyllunum en það myndi þó ráðast af samningum við Breta. Hann telur að verðið yrði á bilinu 150 til 200 dollarar á megavattstund. Til samanburðar sé meðalverð til stóriðju á Íslandi um 25 dollarar á megavattstundina. Þannig fengist sex til átta sinnum hærra verð fyrir orkuna um sæstreng. „Þarna erum við að tala um tekjur sem væru að stóru leyti bara hagnaður. Þannig að til lengri tíma litið gæti þetta jafnast á við hagnaðinn sem Noregur hefur af olíuvinnslu hjá sér. Það hefur verið sýnt fram á það með góðum og skýrum hætti að þetta gæti orðið ákaflega ábatasamt fyrir Ísland,” sagði Ketill.Frá lagningu sæstrengs milli Vestmannaeyja og Landeyja.Stöð 2/Gísli Óskarsson.
Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ræðir við orkumálaráðherra Bretlands um sæstrengsverkefnið í næsta mánuði. Ráðherra vill að forræði verkefnisins færist alfarið til stjórnvalda. Vinna verkefnastjórnar Rammaáætlunar veldur henni vonbrigðum. 22. febrúar 2014 09:00 Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11 Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. 1. júlí 2014 17:15 Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10
Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00
Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ræðir við orkumálaráðherra Bretlands um sæstrengsverkefnið í næsta mánuði. Ráðherra vill að forræði verkefnisins færist alfarið til stjórnvalda. Vinna verkefnastjórnar Rammaáætlunar veldur henni vonbrigðum. 22. febrúar 2014 09:00
Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. 17. maí 2014 21:11
Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. 1. júlí 2014 17:15
Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45