Sæstrengurinn Valdimar K. Jónsson og Skúli Jóhannsson skrifar 31. október 2013 06:00 Í ársbyrjun 2010 kynnti Landsvirkjun að ýmislegt hefði komið fram sem benti til að raforkusæstrengur til Evrópu væri orðinn fjárhagslega áhugaverður. Þessari yfirlýsingu var fylgt eftir á ársfundi Landsvirkjunar 15. apríl 2010. Strengurinn mundi gjörbreyta nýtingarmöguleikum íslenska raforkukerfisins, umframorkugeta væri óþörf og svo færi raforkuverð hækkandi. Mikilvægt er að rasa ekki um ráð fram í jafnstóru máli. Síst af öllu hefur íslenskt þjóðarbú burði til að taka á sig útgjöld af þeirri stærðargráðu, sem framkvæmdinni fylgja, áður en arðs væri að vænta. Viljum við því vekja til umhugsunar um nokkur lykilatriði.Umframorka Bent hefur verið á að umframorka í íslenska raforkukerfinu sé allt að 600 GWh/ári. Landsvirkjun hefur verið að hækka tölur um umframorku upp í 2.000 GWh/ári, sem nemur orkuvinnslu þriggja Blönduvirkjana. Þarna er augljóslega verið að blanda saman umframorku og óseldri orku, en á síðustu árum hefur LV gengið erfiðlega að ljúka orkusamningum við nýja viðskiptavini. Það kostar gífurlega fjármuni að bíða í mörg ár með ónotaða orku, en ætla má að gangsetning á sæstreng til Bretlands verði í fyrsta lagi 2025-27, ef ákvörðun er tekin fljótlega.Hver á að eiga sæstrenginn? Síðan 2010 hefur fyrirtækið dregið nokkuð í land. Á ársfundi Landsvirkjunar 21. mars 2013 kom forstjórinn óvænt með eftirfarandi yfirlýsingu: „Landsvirkjun mun hvorki leggja, eiga né reka mögulegan sæstreng.“ Hver á þá að gera það? Innlendir aðilar? Erlendir fjárfestar? Landsvirkjun skuldar landsmönnum útskýringu á því hvað nú á að gera. Fyrirtækið hefur verið að skoða málið í meira en þrjú ár, auk þess sem hún er ekki ný. Með því að endurvekja hugmyndina nú hefur ekki verið hægt að skilja það öðruvísi en svo, að sæstrengurinn sé nú orðin hagkvæm framkvæmd. Ella verður að teljast afar hæpið af opinberu fyrirtæki að sá hugmyndinni á slíkum forsendum inn í alla stjórnmálaflokka. Ágreiningslaust er að áhætta við framkvæmdina er mikil, þetta yrði lengsti raforkusæstrengur í heimi og í fyrsta sinn sem raforkusæstrengur þveraði úthaf. Það gæti því eins og fyrr segir orðið varasamt fyrir lítið þjóðfélag eins og Íslendinga að ætla að standa einir að framkvæmdinni. Fjárhagslegt bolmagn er heldur ekki fyrir hendi og þjóðin ennþá að basla við að reisa sig með erfiðismunum upp úr hruninu 2008. Hver er þá tilbúinn að taka að sér verkið? Landsvirkjun hlýtur að vera komin með allmótaðar hugmyndir um það og sjálfsagt er að gera kröfu um að fyrirtækið upplýsi málið.Áhætta vegna bilana Reynslutölur um allan heim hafa leitt í ljós að búast má við að 1.000 km kapall í Atlantshafinu milli Íslands og Bretlands muni að öllum líkindum bila einu sinni á ári. Ef bilun kæmi upp í kaplinum úti á rúmsjó seint að hausti gæti hugsanlega þurft að bíða vors. Hvað þá um tekjur af strengnum? Til að minnka áhættu mætti verja kapalinn með ýmsum hætti, en óhætt er að fullyrða að það yrði fokdýrt, sérstaklega ef varnirnar tækju tillit til hættu á hryðjuverkum. Kannski þyrfti að leggja annan streng til vara?Kostnaður Stofnkostnaður sæstrengs hefur verið áætlaður um 2 milljarðar evra og kostnaður við tilheyrandi virkjanir og flutningsvirki á Íslandi 2,5 milljarða evra. Þetta gerir samtals 720 milljarða ISK. Árlegur fjármagns- og rekstrarkostnaður gæti verið um 10% af stofnkostnaði, sem jafngildir þá um 72 milljörðum ISK. Til að setja þetta í samhengi, þá er áætlað að tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27 milljarða ISK. Árlegur kostnaður sæstrengs jafngildir því byggingarkostnaði á tæplega þremur stórhýsum eins og Hörpu. Velta má fyrir sér hvað mundi gerast ef kapallinn dytti út í eitt ár. Hvort það yrði ekki of stór biti til að gleypa fyrir íslenska þjóð, hver svo sem væri skráður eigandi kapalsins? Einnig er athyglisvert, að í kynningum á strengnum hefur nær eingöngu verið nefnt hvernig skipta eigi hagnaði, en aldrei minnst á hvernig hugsanlegu rekstrartapi yrði skipt.Niðurstaða Í ljósi þess sem að framan er rakið og sömuleiðis að söluverð raforku um allan heim fer lækkandi um þessar mundir, þá teljum við ráðlegt að nálgast málið af meira raunsæi en virðist hafa verið gert til þessa. Meðan ekki eru öruggari vísbendingar um hagkvæmni verkefnisins teljum við fulla ástæðu í bili til að fara hægt í frekari könnun verkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2010 kynnti Landsvirkjun að ýmislegt hefði komið fram sem benti til að raforkusæstrengur til Evrópu væri orðinn fjárhagslega áhugaverður. Þessari yfirlýsingu var fylgt eftir á ársfundi Landsvirkjunar 15. apríl 2010. Strengurinn mundi gjörbreyta nýtingarmöguleikum íslenska raforkukerfisins, umframorkugeta væri óþörf og svo færi raforkuverð hækkandi. Mikilvægt er að rasa ekki um ráð fram í jafnstóru máli. Síst af öllu hefur íslenskt þjóðarbú burði til að taka á sig útgjöld af þeirri stærðargráðu, sem framkvæmdinni fylgja, áður en arðs væri að vænta. Viljum við því vekja til umhugsunar um nokkur lykilatriði.Umframorka Bent hefur verið á að umframorka í íslenska raforkukerfinu sé allt að 600 GWh/ári. Landsvirkjun hefur verið að hækka tölur um umframorku upp í 2.000 GWh/ári, sem nemur orkuvinnslu þriggja Blönduvirkjana. Þarna er augljóslega verið að blanda saman umframorku og óseldri orku, en á síðustu árum hefur LV gengið erfiðlega að ljúka orkusamningum við nýja viðskiptavini. Það kostar gífurlega fjármuni að bíða í mörg ár með ónotaða orku, en ætla má að gangsetning á sæstreng til Bretlands verði í fyrsta lagi 2025-27, ef ákvörðun er tekin fljótlega.Hver á að eiga sæstrenginn? Síðan 2010 hefur fyrirtækið dregið nokkuð í land. Á ársfundi Landsvirkjunar 21. mars 2013 kom forstjórinn óvænt með eftirfarandi yfirlýsingu: „Landsvirkjun mun hvorki leggja, eiga né reka mögulegan sæstreng.“ Hver á þá að gera það? Innlendir aðilar? Erlendir fjárfestar? Landsvirkjun skuldar landsmönnum útskýringu á því hvað nú á að gera. Fyrirtækið hefur verið að skoða málið í meira en þrjú ár, auk þess sem hún er ekki ný. Með því að endurvekja hugmyndina nú hefur ekki verið hægt að skilja það öðruvísi en svo, að sæstrengurinn sé nú orðin hagkvæm framkvæmd. Ella verður að teljast afar hæpið af opinberu fyrirtæki að sá hugmyndinni á slíkum forsendum inn í alla stjórnmálaflokka. Ágreiningslaust er að áhætta við framkvæmdina er mikil, þetta yrði lengsti raforkusæstrengur í heimi og í fyrsta sinn sem raforkusæstrengur þveraði úthaf. Það gæti því eins og fyrr segir orðið varasamt fyrir lítið þjóðfélag eins og Íslendinga að ætla að standa einir að framkvæmdinni. Fjárhagslegt bolmagn er heldur ekki fyrir hendi og þjóðin ennþá að basla við að reisa sig með erfiðismunum upp úr hruninu 2008. Hver er þá tilbúinn að taka að sér verkið? Landsvirkjun hlýtur að vera komin með allmótaðar hugmyndir um það og sjálfsagt er að gera kröfu um að fyrirtækið upplýsi málið.Áhætta vegna bilana Reynslutölur um allan heim hafa leitt í ljós að búast má við að 1.000 km kapall í Atlantshafinu milli Íslands og Bretlands muni að öllum líkindum bila einu sinni á ári. Ef bilun kæmi upp í kaplinum úti á rúmsjó seint að hausti gæti hugsanlega þurft að bíða vors. Hvað þá um tekjur af strengnum? Til að minnka áhættu mætti verja kapalinn með ýmsum hætti, en óhætt er að fullyrða að það yrði fokdýrt, sérstaklega ef varnirnar tækju tillit til hættu á hryðjuverkum. Kannski þyrfti að leggja annan streng til vara?Kostnaður Stofnkostnaður sæstrengs hefur verið áætlaður um 2 milljarðar evra og kostnaður við tilheyrandi virkjanir og flutningsvirki á Íslandi 2,5 milljarða evra. Þetta gerir samtals 720 milljarða ISK. Árlegur fjármagns- og rekstrarkostnaður gæti verið um 10% af stofnkostnaði, sem jafngildir þá um 72 milljörðum ISK. Til að setja þetta í samhengi, þá er áætlað að tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27 milljarða ISK. Árlegur kostnaður sæstrengs jafngildir því byggingarkostnaði á tæplega þremur stórhýsum eins og Hörpu. Velta má fyrir sér hvað mundi gerast ef kapallinn dytti út í eitt ár. Hvort það yrði ekki of stór biti til að gleypa fyrir íslenska þjóð, hver svo sem væri skráður eigandi kapalsins? Einnig er athyglisvert, að í kynningum á strengnum hefur nær eingöngu verið nefnt hvernig skipta eigi hagnaði, en aldrei minnst á hvernig hugsanlegu rekstrartapi yrði skipt.Niðurstaða Í ljósi þess sem að framan er rakið og sömuleiðis að söluverð raforku um allan heim fer lækkandi um þessar mundir, þá teljum við ráðlegt að nálgast málið af meira raunsæi en virðist hafa verið gert til þessa. Meðan ekki eru öruggari vísbendingar um hagkvæmni verkefnisins teljum við fulla ástæðu í bili til að fara hægt í frekari könnun verkefnisins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun