Saga íslensku kirkjunnar því miður ekki einsdæmi 18. október 2011 06:00 Dr. Marie M. Fortune telur það nauðsynlega forsendu þess að kirkjan byggi upp traust sitt að nýju gagnvart almenningi, að þeir menn, sem beiti ofbeldi innan hennar, séu dregnir til ábyrgðar. fréttablaðið/anton Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Sjá meira
Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Sjá meira