Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí 5. mars 2011 03:30 Saif al-Islam Gaddafí þótti umbótasinnaður og umgekkst fína fólkið í Bretlandi. nordicphotos/AFP Howard Davies Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrrverandi nemandi skólans, fékk þar doktorsgráðu í heimspeki árið 2008. Doktorsritgerðin hefur síðan verið sögð innihalda bæði stolna kafla og svo einhverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektorsstólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýfingum. „Vorkennum fátæka háskólanum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemendum frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum MichaelPorter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard-háskóla, til þess að koma á pólitískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengslin við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbótamaðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Howard Davies Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrrverandi nemandi skólans, fékk þar doktorsgráðu í heimspeki árið 2008. Doktorsritgerðin hefur síðan verið sögð innihalda bæði stolna kafla og svo einhverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektorsstólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýfingum. „Vorkennum fátæka háskólanum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemendum frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum MichaelPorter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard-háskóla, til þess að koma á pólitískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengslin við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbótamaðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira