Sagði handrukkara hafa stolið áfenginu sem átti að borga aðflutningsgjöldin Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 17:00 Hendrik Björn Hermannsson seldi áfengið án þess að Valís, félagið sem skráð var fyrir innflutningnum, fengi nokkuð upp í skuldir sínar við Tollstjóra. VÍSIR/RÓSA/GVA Hendrik Björn Hermannsson var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir fjárdrátt í tengslum við innflutning af 7.224 0,7 lítra flöskum af 37,5% sterku áfengi. Halldór Leví Björnsson, sem einnig var ákærður af sérstökum saksóknara fyrir aðild sína að málinu, var hins vegar sýknaður vegna þess að ekki tókst að sanna hlutdeild hans að málinu en þeir neituðu báðir sök fyrir héraðsdómi. Hendrik er annar eigandi Players og var árið 2008 dæmdur til að greiða 77 milljóna króna sekt vegna svika á vörslusköttumKom sér hjá greiðslu aðflutningsgjaldaHalldóri og Hendrik var gefið að sök að hafa með blekkingum fengið greiðslufrest á 26 milljóna króna kröfu embættis Tollstjóra. Þeir hafi nýtt sér heimild félagsins Valís ehf. til að fá frest á greiðslu aðflutningsgjalda þar sem félagið uppfyllti skilyrði laga um slíkt þar sem Valís hafi verið skuldlaus við ríkissjóð og áður flutt áfengi til landsins. Samkvæmt ákærunni pantaði Halldór vínflöskurnar sjö þúsund frá Bretlandi í gegnum félagið Vínheima, sem Halldór á, í mars árið 2012. Fyrir þær hafi verið greitt með fjármunum frá Hendriki. Í ákærunni er Halldór sagður hafa vitað eða hafi hlotið að vita að áfengið yrði ekki nýtt í þágu Vínheima.Sjá einnig: Ákærðir fyrir fjárdrátt vegna innflutnings á sjö þúsund flöskum af sterku áfengiÞann 12. apríl er Halldór sagður hafa farið fram á að pöntunin yrði færð yfir á félagið Valís, hjá breska vínsalanum. Hann hafi svo sent Eimskipum, sem flutti áfengið til landsins, reikning þann 17. apríl þar sem Valís var skráður kaupandi áfengisins. Fyrr um daginn hafði Halldór keypt allt hlutafé í Valís á 360 þúsund krónur. Eftir að áfengið var komi til landsins er Hendrik seldi áfengið í eigin þágu til veitingastaða auk þess að hafa látið Halldór fá hluta áfengisins án þess að greitt væri fyrir. Því hafi ekkert af andvirði áfengisins runnið til Valís eða upp í skuld félagsins við Tollstjóra vegna aðflutningsgjalda.Handrukkar þvældust fyrirFyrir dómi sagði Hendrik að á tíma brotsins hafi hann verið á ná sér upp eftir „erfitt líf,“ eins og það er orðað í dómi hérðasdóms. Hann hafi haft marga á eftir sér sem gert hafi tilkall til stórs hluta þess áfengis sem hann flutti inn. Þá sagði Hendrik vera handrukkara sem komist höfðu á snoðir um innflutninginn. Þeir hafi hótað honum og fjölskyldu hans öllu illu þannig að Hendrik hafi ekki þorað að kæra þá til lögreglu. Svo óttasleginn væri hann ennþá að hann treysti sér ekki til að gefa upp nöfn þeirra fyrir dómi, eða í lögregluskýrslu. Að sögn Hendriks tóku handrukkararnir stóran hluta lagersins þannig að ekkert hafi verið eftir til að standa straum af greiðslu aðflutningsgjalda sem alltaf hafði staðið til að gera – „en allt hafi þetta gerst mjög hratt,“ eins og það er orðað. „Allt hafi farið í vaskinn við það að áfengið hafi verið tekið frá honum.“ Hendrik ítrekaði fyrir dómi að Halldór hafi ekki haft neinn fjárhagslegan ávinning af innflutningunum. Hann hafi einungis aðstoðað hann við innflutninginn með því að benda honum á fyrirtæki sem væri á lausu til að hefja innflutning í gegnum. Þá aðstoðaði hann Henrik við að panta áfengi að utan og nýtti til þess viðskiptasambönd sín við enska fyrirtækið. Þeim félögum bar þó ekki saman um hvort Halldór hafi fengið nokkrar vínflöskur fyrir ómakið, svokallað „smakk“ eins og það er orðað í dómnum. Dæmdur fyrir fjárdrátt en fjársvik ósönnuðÍ niðurstöðum dómsins er tekið fram að ekkert hafi komið fram sem sýndi með óyggjandi hætti að ákærðu hafi fyrirfram tekið ákvörðun um að flytja inn umrætt áfengi og greiða ekki af því lögbundin aðflutningsgjöld. Því hafi þeir félagar báðir verið sýknaðir af ákæru um fjársvik. Hins vegar lá fyrir að Hendrik Björn viðurkenndi að hafa selt hluta af áfenginu og hafi söluandvirðið runnið í eigin vasa hans. Í niðurstöðunum segir að Hendriki hafi á engan hátt tekist að styðja með með gögnum eða framburðum þá staðhæfingu sína að handrukkarar hafi tekið áfengið. „Þegar allt framangreint er virt er sannað að ákærði Hendrik Björn hafi dregið sér umrætt áfengi, sem hann hafði í vörslum sínum og ráðstafað í eigin þágu,“ segir í niðurstöðunum og því hafi Hendrik verið sakfelldur fyrir fjárdrátt sem fyrr segir. Tengdar fréttir Ákærðir fyrir fjárdrátt vegna innflutnings á sjö þúsund flöskum af sterku áfengi Annar eigandi Players og fyrrum formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum hafa verið ákærðir fyrir fjárdrátt. 29. maí 2015 12:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Sjá meira
Hendrik Björn Hermannsson var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir fjárdrátt í tengslum við innflutning af 7.224 0,7 lítra flöskum af 37,5% sterku áfengi. Halldór Leví Björnsson, sem einnig var ákærður af sérstökum saksóknara fyrir aðild sína að málinu, var hins vegar sýknaður vegna þess að ekki tókst að sanna hlutdeild hans að málinu en þeir neituðu báðir sök fyrir héraðsdómi. Hendrik er annar eigandi Players og var árið 2008 dæmdur til að greiða 77 milljóna króna sekt vegna svika á vörslusköttumKom sér hjá greiðslu aðflutningsgjaldaHalldóri og Hendrik var gefið að sök að hafa með blekkingum fengið greiðslufrest á 26 milljóna króna kröfu embættis Tollstjóra. Þeir hafi nýtt sér heimild félagsins Valís ehf. til að fá frest á greiðslu aðflutningsgjalda þar sem félagið uppfyllti skilyrði laga um slíkt þar sem Valís hafi verið skuldlaus við ríkissjóð og áður flutt áfengi til landsins. Samkvæmt ákærunni pantaði Halldór vínflöskurnar sjö þúsund frá Bretlandi í gegnum félagið Vínheima, sem Halldór á, í mars árið 2012. Fyrir þær hafi verið greitt með fjármunum frá Hendriki. Í ákærunni er Halldór sagður hafa vitað eða hafi hlotið að vita að áfengið yrði ekki nýtt í þágu Vínheima.Sjá einnig: Ákærðir fyrir fjárdrátt vegna innflutnings á sjö þúsund flöskum af sterku áfengiÞann 12. apríl er Halldór sagður hafa farið fram á að pöntunin yrði færð yfir á félagið Valís, hjá breska vínsalanum. Hann hafi svo sent Eimskipum, sem flutti áfengið til landsins, reikning þann 17. apríl þar sem Valís var skráður kaupandi áfengisins. Fyrr um daginn hafði Halldór keypt allt hlutafé í Valís á 360 þúsund krónur. Eftir að áfengið var komi til landsins er Hendrik seldi áfengið í eigin þágu til veitingastaða auk þess að hafa látið Halldór fá hluta áfengisins án þess að greitt væri fyrir. Því hafi ekkert af andvirði áfengisins runnið til Valís eða upp í skuld félagsins við Tollstjóra vegna aðflutningsgjalda.Handrukkar þvældust fyrirFyrir dómi sagði Hendrik að á tíma brotsins hafi hann verið á ná sér upp eftir „erfitt líf,“ eins og það er orðað í dómi hérðasdóms. Hann hafi haft marga á eftir sér sem gert hafi tilkall til stórs hluta þess áfengis sem hann flutti inn. Þá sagði Hendrik vera handrukkara sem komist höfðu á snoðir um innflutninginn. Þeir hafi hótað honum og fjölskyldu hans öllu illu þannig að Hendrik hafi ekki þorað að kæra þá til lögreglu. Svo óttasleginn væri hann ennþá að hann treysti sér ekki til að gefa upp nöfn þeirra fyrir dómi, eða í lögregluskýrslu. Að sögn Hendriks tóku handrukkararnir stóran hluta lagersins þannig að ekkert hafi verið eftir til að standa straum af greiðslu aðflutningsgjalda sem alltaf hafði staðið til að gera – „en allt hafi þetta gerst mjög hratt,“ eins og það er orðað. „Allt hafi farið í vaskinn við það að áfengið hafi verið tekið frá honum.“ Hendrik ítrekaði fyrir dómi að Halldór hafi ekki haft neinn fjárhagslegan ávinning af innflutningunum. Hann hafi einungis aðstoðað hann við innflutninginn með því að benda honum á fyrirtæki sem væri á lausu til að hefja innflutning í gegnum. Þá aðstoðaði hann Henrik við að panta áfengi að utan og nýtti til þess viðskiptasambönd sín við enska fyrirtækið. Þeim félögum bar þó ekki saman um hvort Halldór hafi fengið nokkrar vínflöskur fyrir ómakið, svokallað „smakk“ eins og það er orðað í dómnum. Dæmdur fyrir fjárdrátt en fjársvik ósönnuðÍ niðurstöðum dómsins er tekið fram að ekkert hafi komið fram sem sýndi með óyggjandi hætti að ákærðu hafi fyrirfram tekið ákvörðun um að flytja inn umrætt áfengi og greiða ekki af því lögbundin aðflutningsgjöld. Því hafi þeir félagar báðir verið sýknaðir af ákæru um fjársvik. Hins vegar lá fyrir að Hendrik Björn viðurkenndi að hafa selt hluta af áfenginu og hafi söluandvirðið runnið í eigin vasa hans. Í niðurstöðunum segir að Hendriki hafi á engan hátt tekist að styðja með með gögnum eða framburðum þá staðhæfingu sína að handrukkarar hafi tekið áfengið. „Þegar allt framangreint er virt er sannað að ákærði Hendrik Björn hafi dregið sér umrætt áfengi, sem hann hafði í vörslum sínum og ráðstafað í eigin þágu,“ segir í niðurstöðunum og því hafi Hendrik verið sakfelldur fyrir fjárdrátt sem fyrr segir.
Tengdar fréttir Ákærðir fyrir fjárdrátt vegna innflutnings á sjö þúsund flöskum af sterku áfengi Annar eigandi Players og fyrrum formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum hafa verið ákærðir fyrir fjárdrátt. 29. maí 2015 12:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Sjá meira
Ákærðir fyrir fjárdrátt vegna innflutnings á sjö þúsund flöskum af sterku áfengi Annar eigandi Players og fyrrum formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum hafa verið ákærðir fyrir fjárdrátt. 29. maí 2015 12:00