Sakaður um að hvetja til innbrota hjá ráðamönnum Valur Grettisson skrifar 15. október 2010 11:54 Steinar Immanúel Sörensen „Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins. Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira
„Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins.
Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira