Sakar fjármálaráðherrann um barnaskap Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2011 21:29 Vigdís Hauksdóttir er óhress vegna svara ráðherrans. Mynd/ GVA. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra um barnaskap í tilsvörum á Alþingi. Vigdís spurði Steingrím að því hverjir eigendur þriggja stærstu viðskiptabankanna á Íslandi væru. Svarið barst í dag, en það var eftirfarandi: Íslandsbanki Ríkissjóður 5% Kröfuhafar/skilanefnd Glitnis hf. 95% Landsbanki hf. Ríkissjóður 81,3% Landskil, dótturfélag Landsbanka Íslands hf. 18,7% Arion banki hf. Ríkissjóður 13% Kaupskil, dótturfélag Kaupþings banka hf. 87% „Ég var ekki að spyrja að þessu. Þetta var vitað. Við búum í samfélagi þar sem við erum með andlitslausa banka. Það var alltaf talið að þetta væru þessir svokölluðu erlendu kröfuhafar," segir Vigdís. Það sem Vigdís hafði hins vegar viljað fá upplýst er hverjir þessir kröfuhafar bankana eru. Vigdís telur að það sé skylda þingsins að fá upplýsingar um það með að á að minnsta kosti fjögurra mánaða fresti hvort eigendahópurinn í bönkunum sé eitthvað að breytast. „En þá er bara tekin þessa auðvelda og gamalkunna upplýsingalausa leið út úr þessu og þessu skellt fram eins og að um smákrakka sé að ræða sem er verið að svara," segir Vigdís. Svarið sem hafi borist frá ráðuneytinu hefði hún sjálf getað fundið út með hálfrar mínútu leit á vefnum. „Hér er bankakerfið ennþá 50 prósent of stórt, við erum með tóman innistæðusjóð, hér á ríkið að gangast í ábyrgðir fyrir að minnsta kosti 20.887 evrur eftir bankahrun og nú er full ríkisábyrgð samkvæmt munnlegu samkomulagi," segir Vigdís. Hún spyr hvers vegna íslenska ríkið eigi að gangast í innistæðuábyrgðir fyrir erlenda kröfuhafa sem eigi allt of stórt bankakerfi á Íslandi og ekki sé vitað hverjir eru. „Og við getum ekki einu sinni heldur fylgst með því á þriggja til fjögurra mánaða fresti hvort einhverjar breytingar séu á eigendahópnum," segir Vigdís. „Það er óþolandi þar sem þingið á að vera eftirlitsskylt með ráðherrum og framkvæmdavaldinu öllu að það skuli vera svarað svona út í hött," bætir Vigdís við. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra um barnaskap í tilsvörum á Alþingi. Vigdís spurði Steingrím að því hverjir eigendur þriggja stærstu viðskiptabankanna á Íslandi væru. Svarið barst í dag, en það var eftirfarandi: Íslandsbanki Ríkissjóður 5% Kröfuhafar/skilanefnd Glitnis hf. 95% Landsbanki hf. Ríkissjóður 81,3% Landskil, dótturfélag Landsbanka Íslands hf. 18,7% Arion banki hf. Ríkissjóður 13% Kaupskil, dótturfélag Kaupþings banka hf. 87% „Ég var ekki að spyrja að þessu. Þetta var vitað. Við búum í samfélagi þar sem við erum með andlitslausa banka. Það var alltaf talið að þetta væru þessir svokölluðu erlendu kröfuhafar," segir Vigdís. Það sem Vigdís hafði hins vegar viljað fá upplýst er hverjir þessir kröfuhafar bankana eru. Vigdís telur að það sé skylda þingsins að fá upplýsingar um það með að á að minnsta kosti fjögurra mánaða fresti hvort eigendahópurinn í bönkunum sé eitthvað að breytast. „En þá er bara tekin þessa auðvelda og gamalkunna upplýsingalausa leið út úr þessu og þessu skellt fram eins og að um smákrakka sé að ræða sem er verið að svara," segir Vigdís. Svarið sem hafi borist frá ráðuneytinu hefði hún sjálf getað fundið út með hálfrar mínútu leit á vefnum. „Hér er bankakerfið ennþá 50 prósent of stórt, við erum með tóman innistæðusjóð, hér á ríkið að gangast í ábyrgðir fyrir að minnsta kosti 20.887 evrur eftir bankahrun og nú er full ríkisábyrgð samkvæmt munnlegu samkomulagi," segir Vigdís. Hún spyr hvers vegna íslenska ríkið eigi að gangast í innistæðuábyrgðir fyrir erlenda kröfuhafa sem eigi allt of stórt bankakerfi á Íslandi og ekki sé vitað hverjir eru. „Og við getum ekki einu sinni heldur fylgst með því á þriggja til fjögurra mánaða fresti hvort einhverjar breytingar séu á eigendahópnum," segir Vigdís. „Það er óþolandi þar sem þingið á að vera eftirlitsskylt með ráðherrum og framkvæmdavaldinu öllu að það skuli vera svarað svona út í hött," bætir Vigdís við.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira