Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2013 12:27 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Samkvæmt bókhaldi eyddu lögreglumenn 800 þúsund krónum á VIP Club, í leynilegum aðgerðum sínum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.)
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?