Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð Hafsteinn G. Hauksson skrifar 27. nóvember 2011 18:40 Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf. Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri." Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal. Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram? „Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd. „Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir." Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna? „Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?" Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf. Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri." Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal. Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram? „Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd. „Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir." Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna? „Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?"
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira