Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð Hafsteinn G. Hauksson skrifar 27. nóvember 2011 18:40 Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf. Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri." Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal. Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram? „Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd. „Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir." Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna? „Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?" Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf. Drög að nýju kvótafrumvarpi birtust fyrirvaralaust á vef sjávarútvegsráðuneytisins síðdegis í gær, eftir að málið hafði verið tekið af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og sett í hendur ráðherranefndar. Forsætisráðherra segir mikið vanta upp á að drögin séu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þetta eru auðvitað óboðleg og ámælisverð vinnubrögð hjá ráðherranum," segir Jóhanna. „Þessi frumvarpsdrög eru alfarið á hans ábyrgð. Hann hefur hundsað það núna á þriðja mánuð að nokkur stjórnarliði fái að koma nálægt þessari vinnu, eða að taka málið inn í ríkisstjórn með einum eða öðrum hætti og kynna okkur á hvaða leið hann væri." Jón hafi svo birst á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag með frumvarpsdrögin sem um ræðir. Jón segir þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér skömmu fyrir fréttir að ekki sé um að ræða tillögur ráðherra, heldur vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur, en Jón hefur ekki brugðist við ítrekaðri beiðni fréttastofu um viðtal. Undanfarna daga hefur titrings gætt milli stjórnarflokkanna, þar sem greinilegur ágreiningur hefur leitað upp á yfirborðið hvað varðar söluna á Grímsstöðum á Fjöllum, kolefnisskatt og nú kvótamálin. Getur ríkisstjórnin starfað svona áfram? „Nú er það svo að ríkisstjórnin hefur mætt mörgum erfiðum málum á leið sinni undanfarin þrjú ár, og oft þannig að deilur séu uppi á milli flokkanna. Okkur hefur alltaf tekist að leysa málin," segir Jóhanna, en hún telur að hægt sé að ná samkomulagi um málin sem að ofan eru nefnd. „Það er mörgum sinnum búið að spá andláti þessarar ríkisstjórnar, en ég get fullvissað alla um það að hún lifir." Jóhanna segir þannig að erfiðleikarnir við kvótamálin snúi helst að ráðherranum sem fer með málaflokkinn, en milli stjórnarflokkanna sjálfra sé vel hægt að ná niðurstöðu. En þýðir það að þolinmæðin sé á þrotum gagnvart einstökum ráðherrum Vinstri grænna? „Ég skal ekki segja það," segir Jóhanna. „Það er titringur í sumum út af stöðunni í málinu, en ég hef fulla trú á að við leysum úr því. Ég viðurkenni að þetta er erfitt, en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn?"
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira