Innlent

Saklaus úthrópaður sem svikari af Bland.is

Kristján Hjálmarsson skrifar
Forsvarsmenn Bland.is höfðu mann fyrir rangri sök þegar þeir nafngreindu hann og sökuðu um að svíkja fé af heiðvirðu fólki.

Fram kom á Vísi í lok nóvember að Bland.is hefði sent viðvörun á alla notendur síðunnar þar sem varað var við þremur mönnum sem eru með reikninga á síðunni. Þeir hafi ítrekað reynt að svíkja út fé af fólki. Í póstinum frá Bland.is voru mennirnir þrír nafngreindir. Nú hefur komið í ljós að Bland.is hafði einn mannana fyrir rangri sök.

„Nafn hans var ítrekað misnotað í tilraunum til slíkra svika án hans vitneskju,“ segir í tilkynningu frá Bland.is. „Okkur þykir því bæði rétt og skylt að biðja hann velvirðingar á mistökunum þar sem hann var hafður fyrir rangri sök þar sem nafn hans var misnotað í slíkum tilraunum. Hafa skal það er sannara reynist og er þessu því hér með komið á framfæri.“

Ekki náðist í forsvarsmenn Bland.is við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×