Saksóknari felldi niður HIV-málið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2016 19:15 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál nígerísks hælisleitanda sem grunaður var um að hafa smitað konur hér á landi visvítandi af HIV veirunni. Málið þótti ekki líklegt til sakfellis en ekki var hægt að sanna að maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af HIV veirunni. Þetta staðfestir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara. Staðfest er að tvær konur hafi greinst með HIV eftir samneyti við manninn og á annan tug kvenna hafi farið í greiningu vegna málsins. Maðurinn var handtekinn í júlí í fyrra og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þegar það rann út var maðurinn úrskurðaður í farbann í nokkrar vikur. Rannsókn lögreglu tók marga mánuði. Upphaflega var unnið að því í samstarfi við sóttvarnalækni að komast að því hverja maðurinn hefði haft samneyti við og hvort þeir væru smitaðir. Þá snéri rannsókn lögreglu að því að upplýsa hvort maðurinn hafi vitað að hann væri smitaður af veirunni og þannig vísvitandi smitað aðra. Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland gagnrýndi harkalegar aðgerðir lögreglu í garð mannsins á sínum tíma og sagði þær hafa leitt til frekari ótta og glæpavæðingar sjúkdómsins. Niðurstaða málsins kemur Einari ekki á óvart. „Þetta mál er allt mjög dapurlegt frá upphafi til enda. Fyrir okkur sem vinnum gegn neikvæðum viðhorfum í garð þessa sjúkdóms var þetta eins og mörg skref aftur á bak. Þetta að einstaklingur hafi verið tekinn og grunaður um það að hafa viljandi smitað af HIV veirunni og settur í einangrun í fjórar vikur,“ segir Einar Þór. Maðurinn hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og kveðst ekki hafa vitað að hann væri með HIV. Einar segir málið hneykslanlegt frá upphafi og að almenningur þurfi að átta sig á því að fólk með HIV sem sé á lyfjameðferð gegn sjúkdómnum sé ekki smitandi. „Fólk sem greinist með HIV í dag er sett á lyf og þar af leiðandi er það ekki smitandi,“ segir Einar.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira