Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi SB skrifar 20. janúar 2011 10:11 Frá upphafi réttarhaldanna í morgun. Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira