Sala á tónlist dregst saman um helming 5. október 2010 05:30 Ólöglegt niðurhal á tónlist bitnar verulega á íslenskum tónlistarmarkaði. fréttablaðið/valli Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tónlist velti hér á landi um 350 milljónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölunum að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tónlist er ekki möguleg nema listamennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist,“ segir hann. Það sé nauðsynlegt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, tekur undir orð Gunnars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óverulegar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðunum og sú erlenda séu einnig fjölmörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tónlist velti hér á landi um 350 milljónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölunum að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tónlist er ekki möguleg nema listamennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist,“ segir hann. Það sé nauðsynlegt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, tekur undir orð Gunnars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óverulegar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðunum og sú erlenda séu einnig fjölmörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira