Sameinum háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Nú er nokkuð um liðið síðan skólar á háskólastigi voru sameinaðir. Tækniháskóli Íslands var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2004 en vinstri menn börðust hart gegn þeirri sameiningu þegar opinber háskóli var sameinaður einkareknum háskóla. Þessi sameinaða eining var síðan rekin áfram á grundvelli einkarekstrar undir merkjum HR. Meginstefið með sameiningunni var fyrst og fremst að efla tæknimenntun, auka áhuga ungs fólks á raunvísindum og tæknigreinum og tryggja að gæði menntunar stæðust alþjóðlegar gæðakröfur. Voru m.a. Samtök iðnaðarins ásamt fleirum fengin að borðinu til að tryggja tengingu við atvinnulífið. Hafa aldrei jafn margir sótt tækninám og nú. Í þessu samhengi er rétt að minnast á sameiningu Iðnskólans í Reykjavík við Fjöltækniskóla Íslands á framhaldsskólastigi í byrjun árs 2008. Þótt andstaða hafi verið einhver var engu að síður gerður tilraunasamningur við Menntafálagið en að því stóðu m.a. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, SI, Samorka og fleiri. Var samningurinn til fimm ára og skólinn rekinn undir nafninu Tækniskólinn. Markmiðið var að móta öflugan iðn- og starfsmenntaskóla sem yrði leiðandi í þróun, kennslu og þjónustu í iðn- og starfsmenntun. Jafnframt var með beinum hætti tryggð aðkoma atvinnulífsins m.a. til að koma til móts við þær raddir að tengja betur praktískt nám og atvinnulíf með skynsömum hætti. Krafan hafði lengi verið að fleiri fingur ættu að vera á púlsinum þegar kæmi að eflingu iðn- og starfsnáms. Með þessu tryggðu menn atvinnulífinu bæði aukið hlutverk og ábyrgð. Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands voru sameinaðir formlega árið 2008 undir merkjum HÍ eftir ríflega tveggja ára undirbúning. Stóðu allir stjórnmálaflokkar að þeirri sameiningu. Markmiðið með sameiningunni var skýrt – að efla kennaramenntun og nýta bæði rannsóknir og gríðarmikla sérfræðikunnáttu innan beggja skóla til þess. Ég hef lengi talið að efling kennaramenntunar sé eitt brýnasta verkefni íslensks fræða- og skólasamfélags. Hins vegar er ljóst að umræðu um kennaramenntun og þróun kennarastarfsins þarf að taka föstum tökum með skýra sýn til framtíðar. Á því hefur enginn einkarétt heldur eiga allir að hafa á því skoðun – kennarar, nemendur, foreldrar, háskólar, þingmenn, sveitarstjórnarfólk, atvinnulífið. Síðan þessar þrjár sameiningar fóru í gegn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur vissulega verið reynt að auka samvinnu milli skóla, sér í lagi háskólanna. Lítt hefur þó þokast í átt að frekari sameiningu skóla. Kemur þar margt til. Hin alkunna íhaldssemi kerfisins, skammsýni en einbeittir héraðshöfðingjar eru heldur aldrei langt undan. Þegar ráðherra hyggur á uppstokkun í kerfinu stendur hann ávallt frammi fyrir ákveðnum erfiðleikum. Þá er stund hinna þekktu hagsmunaafla runnin upp með mismiklum óþægindum, ekki síst fyrir ráðherra. Því er ábyrgðarhluti, bæði hjá stjórn og stjórnarandstöðu hvernig málin eru sett fram svo fólk skilji og geti metið sjálft tilganginn með breytingum. Hvorugur þessara aðila getur leyft sér að nálgast málin með einhverri hasarnálgun eða skammtímahugsun um næstu kosningar heldur hitt hvernig slíkar breytingar verði til að styrkja innviðina á erfiðum tímum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Slíkur tími getur nýst til skapandi breytinga og frjósamrar niðurstöðu eins og dæmin sanna þótt ákvarðanir kunni tímabundið að vera erfiðar. Sjálf tel ég og hef margoft sagt að halda hefði átt áfram með frekari sameiningar, þá helst á háskólastigi. Slíkar sameiningar verða að skila sterkari einingum, sterkari skólum í þágu fræða, rannsókna og samfélags. Í því samhengi er mín skoðun sú að næsta skref eigi annars vegar að vera sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands og hins vegar sameining Hólaskóla og Háskólans á Akureyri. Einkareknu skólarnir, Listaháskóli Íslands, Bifröst og Háskólinn í Reykjavík eru ekki undanþegnir þessari umræðu. Tilgangurinn er eftir sem áður sterkt og fjölbreytt háskólastarf sem styrkir stoðir Íslands til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nokkuð um liðið síðan skólar á háskólastigi voru sameinaðir. Tækniháskóli Íslands var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2004 en vinstri menn börðust hart gegn þeirri sameiningu þegar opinber háskóli var sameinaður einkareknum háskóla. Þessi sameinaða eining var síðan rekin áfram á grundvelli einkarekstrar undir merkjum HR. Meginstefið með sameiningunni var fyrst og fremst að efla tæknimenntun, auka áhuga ungs fólks á raunvísindum og tæknigreinum og tryggja að gæði menntunar stæðust alþjóðlegar gæðakröfur. Voru m.a. Samtök iðnaðarins ásamt fleirum fengin að borðinu til að tryggja tengingu við atvinnulífið. Hafa aldrei jafn margir sótt tækninám og nú. Í þessu samhengi er rétt að minnast á sameiningu Iðnskólans í Reykjavík við Fjöltækniskóla Íslands á framhaldsskólastigi í byrjun árs 2008. Þótt andstaða hafi verið einhver var engu að síður gerður tilraunasamningur við Menntafálagið en að því stóðu m.a. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, SI, Samorka og fleiri. Var samningurinn til fimm ára og skólinn rekinn undir nafninu Tækniskólinn. Markmiðið var að móta öflugan iðn- og starfsmenntaskóla sem yrði leiðandi í þróun, kennslu og þjónustu í iðn- og starfsmenntun. Jafnframt var með beinum hætti tryggð aðkoma atvinnulífsins m.a. til að koma til móts við þær raddir að tengja betur praktískt nám og atvinnulíf með skynsömum hætti. Krafan hafði lengi verið að fleiri fingur ættu að vera á púlsinum þegar kæmi að eflingu iðn- og starfsnáms. Með þessu tryggðu menn atvinnulífinu bæði aukið hlutverk og ábyrgð. Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands voru sameinaðir formlega árið 2008 undir merkjum HÍ eftir ríflega tveggja ára undirbúning. Stóðu allir stjórnmálaflokkar að þeirri sameiningu. Markmiðið með sameiningunni var skýrt – að efla kennaramenntun og nýta bæði rannsóknir og gríðarmikla sérfræðikunnáttu innan beggja skóla til þess. Ég hef lengi talið að efling kennaramenntunar sé eitt brýnasta verkefni íslensks fræða- og skólasamfélags. Hins vegar er ljóst að umræðu um kennaramenntun og þróun kennarastarfsins þarf að taka föstum tökum með skýra sýn til framtíðar. Á því hefur enginn einkarétt heldur eiga allir að hafa á því skoðun – kennarar, nemendur, foreldrar, háskólar, þingmenn, sveitarstjórnarfólk, atvinnulífið. Síðan þessar þrjár sameiningar fóru í gegn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur vissulega verið reynt að auka samvinnu milli skóla, sér í lagi háskólanna. Lítt hefur þó þokast í átt að frekari sameiningu skóla. Kemur þar margt til. Hin alkunna íhaldssemi kerfisins, skammsýni en einbeittir héraðshöfðingjar eru heldur aldrei langt undan. Þegar ráðherra hyggur á uppstokkun í kerfinu stendur hann ávallt frammi fyrir ákveðnum erfiðleikum. Þá er stund hinna þekktu hagsmunaafla runnin upp með mismiklum óþægindum, ekki síst fyrir ráðherra. Því er ábyrgðarhluti, bæði hjá stjórn og stjórnarandstöðu hvernig málin eru sett fram svo fólk skilji og geti metið sjálft tilganginn með breytingum. Hvorugur þessara aðila getur leyft sér að nálgast málin með einhverri hasarnálgun eða skammtímahugsun um næstu kosningar heldur hitt hvernig slíkar breytingar verði til að styrkja innviðina á erfiðum tímum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Slíkur tími getur nýst til skapandi breytinga og frjósamrar niðurstöðu eins og dæmin sanna þótt ákvarðanir kunni tímabundið að vera erfiðar. Sjálf tel ég og hef margoft sagt að halda hefði átt áfram með frekari sameiningar, þá helst á háskólastigi. Slíkar sameiningar verða að skila sterkari einingum, sterkari skólum í þágu fræða, rannsókna og samfélags. Í því samhengi er mín skoðun sú að næsta skref eigi annars vegar að vera sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands og hins vegar sameining Hólaskóla og Háskólans á Akureyri. Einkareknu skólarnir, Listaháskóli Íslands, Bifröst og Háskólinn í Reykjavík eru ekki undanþegnir þessari umræðu. Tilgangurinn er eftir sem áður sterkt og fjölbreytt háskólastarf sem styrkir stoðir Íslands til lengri tíma litið.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun