Samfylkingin og Björt framtíð bæta við sig fylgi Brjánn Jónasson skrifar 4. nóvember 2013 06:00 Samfylkingin og Björt framtíð virðast vera að ná vopnum sínum og bæta við sig nokkru fylgi á síðustu mánuðum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og mælast samanlagt með 43,4 prósent. Þeir fengju miðað við það 28 þingmenn samanlagt, en eru í dag með 38. Yrði gengið til kosninga nú myndu stjórnarflokkarnir því missa meirihlutann, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Rúmur fimmtungur landsmanna, 20,8 prósent, styður Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Flokkurinn mældist með 14,4 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var dagana 26. og 27. júní. Kjörfylgið var enn lægra, en flokkurinn fékk 12,9 prósenta stuðning í alþingiskosningunum í vor. Flokkurinn fengi miðað við þetta 13 þingmenn, en er með níu í dag. Björt framtíð hefur einnig bætt við sig verulegu fylgi á síðustu mánuðum, og mælist nú með stuðning 13,7 prósenta. Kjörfylgi flokksins var 8,2 prósent, og hann mældist með svipað fylgi í síðustu könnun. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina fengi Björt framtíð níu þingmenn, en er með sex í dag.Fylgi Framsóknarflokksins hefur hríðfallið frá kosningum. Hann mælist nú með stuðning 16,7 prósenta kjósenda. Fylgið mældist 21 prósent í júní, og flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða í kosningunum í apríl. Framsóknarflokkurinn er með 19 þingmenn í dag en fengi 11 ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn, en í dag mælist hann með nákvæmlega jafn mikið fylgi og hann fékk í kosningunum í vor, 26,7 prósent. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í lok júní mældist flokkurinn með stuðning 31,3 prósenta kjósenda, og hefur fylgið því gefið eftir á síðustu mánuðum. Flokkurinn er með 19 þingmenn í dag og fengi 17 samkvæmt könnuninni, þrátt fyrir að mælast með sama fylgi og á kjördag. Ástæðan er önnur dreifing atkvæða hjá öðrum flokkum. Píratar bæta heldur við stuðninginn frá kosningum. Flokkurinn nýtur í dag stuðnings 7,2 prósenta landsmanna, en fékk 5,1 prósent í kosningunum. Hann mældist með litlu meira en kjörfylgi í júní. Flokkurinn myndi, miðað við þetta, bæta við sig einum þingmanni frá því sem nú er og fá fjóra menn kjörna. Athygli vekur að fremur fáir segjast nú myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi, þótt framboðið af öðrum flokkum hafi verið talsvert í síðustu kosningum. Aðeins 1,4 prósent segjast nú myndu kjósa annan flokk en þá flokka sem nú eiga sæti á Alþingi, en um tólf prósent kjósenda kusu einhvern annan flokk í síðustu kosningum. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Samfylkingin og Björt framtíð virðast vera að ná vopnum sínum og bæta við sig nokkru fylgi á síðustu mánuðum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og mælast samanlagt með 43,4 prósent. Þeir fengju miðað við það 28 þingmenn samanlagt, en eru í dag með 38. Yrði gengið til kosninga nú myndu stjórnarflokkarnir því missa meirihlutann, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Rúmur fimmtungur landsmanna, 20,8 prósent, styður Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Flokkurinn mældist með 14,4 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var dagana 26. og 27. júní. Kjörfylgið var enn lægra, en flokkurinn fékk 12,9 prósenta stuðning í alþingiskosningunum í vor. Flokkurinn fengi miðað við þetta 13 þingmenn, en er með níu í dag. Björt framtíð hefur einnig bætt við sig verulegu fylgi á síðustu mánuðum, og mælist nú með stuðning 13,7 prósenta. Kjörfylgi flokksins var 8,2 prósent, og hann mældist með svipað fylgi í síðustu könnun. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina fengi Björt framtíð níu þingmenn, en er með sex í dag.Fylgi Framsóknarflokksins hefur hríðfallið frá kosningum. Hann mælist nú með stuðning 16,7 prósenta kjósenda. Fylgið mældist 21 prósent í júní, og flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða í kosningunum í apríl. Framsóknarflokkurinn er með 19 þingmenn í dag en fengi 11 ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn, en í dag mælist hann með nákvæmlega jafn mikið fylgi og hann fékk í kosningunum í vor, 26,7 prósent. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í lok júní mældist flokkurinn með stuðning 31,3 prósenta kjósenda, og hefur fylgið því gefið eftir á síðustu mánuðum. Flokkurinn er með 19 þingmenn í dag og fengi 17 samkvæmt könnuninni, þrátt fyrir að mælast með sama fylgi og á kjördag. Ástæðan er önnur dreifing atkvæða hjá öðrum flokkum. Píratar bæta heldur við stuðninginn frá kosningum. Flokkurinn nýtur í dag stuðnings 7,2 prósenta landsmanna, en fékk 5,1 prósent í kosningunum. Hann mældist með litlu meira en kjörfylgi í júní. Flokkurinn myndi, miðað við þetta, bæta við sig einum þingmanni frá því sem nú er og fá fjóra menn kjörna. Athygli vekur að fremur fáir segjast nú myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi, þótt framboðið af öðrum flokkum hafi verið talsvert í síðustu kosningum. Aðeins 1,4 prósent segjast nú myndu kjósa annan flokk en þá flokka sem nú eiga sæti á Alþingi, en um tólf prósent kjósenda kusu einhvern annan flokk í síðustu kosningum.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira