Samfylkingin hefur aflað upplýsinga um fjáröflun einstakra aðildarfélaga hennar, kjördæmis- og sveitastjórnarráða árið 2006. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessar fjáraflanir hafi að mestu farið fram í aðdraganda sveitastjórnarkosninga og komu til viðbótar fjáröflun Samfylkingarinnar á landsvísu á árinu 2006.
73 milljónir frá 25 fyrirtækjum
Styrkir þeirra lögaðila sem styrktu flokkinn um meira en 500.000 krónur námu rúmum 37 milljónum króna hjá aðildarfélögum, kjördæmis- og sveitastjórnarráði. Þeir lögaðilar sem styrktu flokkinn um meira en 500.000 krónur í fjáröflun flokksins á landsvísu á árinu 2007 námu um 36 milljónum króna.
Á árinu 2006 þáði flokkurinn því rúmar 73 milljónir króna frá 25 aðilum í styrki frá þeim sem veittu meira en 500.000 krónur.
Kaupþing styrkti flokkinn í heildina um 10 milljónir
Samtals styrkti Kaupþing flokkinn mest á árinu 2006 eða um 10 milljónir króna. Dagsbrún styrkti flokkinn um 5 milljónir, FL-Group um 8 milljónir, Glitnir um 5,5 milljónir, Landsbankinn um 8 milljónir, Actavis um 5,5 milljónir og Baugur um 5 milljónir.
Heildartala yfir styrki liggur ekki fyrir
Á árinu 2006 öfluðu aðildarfélögin, kjördæmis- og sveitastjórnarráð styrkja upp á rúmar 67 milljónir. Styrkir einstaklinga námu tæpum fimm milljónum og í öllum tilvikum var um lágar fjárhæðir að ræða. Styrkir 185 lögaðila námu rúmum 62 milljónum. Þar af styrktu 18 lögaðilar flokkinn um hærri fjárhæð en 5 milljónir og námu styrkir þeirra rúmum 37 milljónum.
Ekki liggur fyrir hver heildartalan yfir heildarstyrki til flokksins á landsvísu, það er þeir styrkir voru lægri en 500 þúsund krónum komu frá fyrirtækjum eða einstaklingum.
Samfylkingin skorar á aðra flokka
Samfylkningin skorar á aðra stjórnmálaflokka að birta upplýsingar um fjáröflun sína með sama hætti.
