Samfylkingin vill ókeypis heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. september 2016 13:12 Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira