Samkeppni um teikningu að mosku ýtt úr vör Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2015 12:16 Moskan sem rís í Sogamýri verður 800 fm að flatarmáli og kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira