Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:00 Möguleikar hafa orðið til í Suður-Afríku á ættleiðingum fyrir hinsegin fólk. NORDICPHOTOS/AFP Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira