Innlent

Samkynhneigðir flytja Passíusálmana að frumkvæði kirkjunnar

Framkvæmdarstjóri Samtakanna 78 segir stórt skref hafa verið stigið í réttindabaráttu samkynhneigðra í dag þegar samtökin sáu um upplestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Sálmarnir fimmtíu voru lesnir á milli klukkan eitt og fimm í dag en eftir hverja tíu sálma var flutt frumsamin tónlist tengd sálmunum. Þegar fréttastofu bar að garði söng Kristjana Stefánsdóttir Um Jesú dauða eftir Gísla Magnason. Heyra má flutning hennar í meðfylgjandi myndbroti hér að ofan.

Það var Grafarvogskirkja sem hafði samband við Samtökin 78 og bað þau um að sjá um upplesturinn og flutning tónlistarinnar í dag. Tuttugu og fimm lesarar stigu á stokk en fjögur tónlistaratriði voru einnig frumflutt.

Árni segir þetta í fyrsta sinn sem samtökin sjái um upplestur á Passíusálmunum í kirkju og lítur á það sem stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×