Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:00 Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira